Thursday, March 30, 2006

VALA OG GUGGA KOMNAR HEIM


Frú Valgerður og Frú Guðbjörg eru komnar heim heilar og sælar.
Valgerður var í Pakistan á vegum Rauðakrossins á vinna í Musfarabad á spítala sem var inn á íþróttaleikvangi.
Sjúkrahúsið voru bara tjöld og hún bjó lika í tjaldi í tæpa fjóra mánuði svo það er gott fyrir hana og okkur að hún sé kominn heim.
Guðbjörg var í Kosovo á einhverjum fundi varðandi hjalparstarf eða eitthvað í þá áttina, og er reyndar að fara aftur til USA.
En það er gott að eiga svona góðar vinkonur sem eru alltaf boðnar og búnar í að hjápa öðrum og var gaman að þær gátu komið eina kvoldstund í mat til okkar.

Sunday, March 26, 2006

Guðbergur Bergsson

Það var grein um Guðberg í Fréttablaðinu á laugardag sem var mjög athyglisverð og skemmtileg.
Eitt sem mér fanst svo gott var að hann segir.

Maður á að vera í tengslum við allt án öfundar.
Öfundin skemmir líkamann og sálina.
Öfund og fordómar eru sterkasta eyðileggingaraflið í manninum.
Stundum breytist smekkur í fordóma og maður getur orðið illur út í einhvern ef maður hefur ekki hemil á sér. En ef maður er í tengslum við innblásturinn í sjálfum sér þá hefur maður hemil á sér og lætur ekki skoðun sína breytast í öfgar eða hatur.

Einfalt.

KJUKLINGARETTUR

Fékk uppskrift af rétti sem mig langar til að prufa.

6 stk bringur steiktar á pönnu með pipar( bara til að loka þeim.)
svo settar í eldfast mót

1/2 litri rjómi þeyttur
1 bolli saltnetur
2 bananar
1/2 flaska HEINZ CHILLI SÓSA
þetta allt sett saman og svo helt yfir kjúklinginn og bakað í 40 mín við 180 gráður.

EINFALT.

Brauð og salat borið fram með.

Tuesday, March 21, 2006

UPPAHALD I LONDON

UPPÁHALDS VEITINGASTAÐIR MÍNIR Í LONDON

Name:
Hakkasan
Address:
8 Hanway Place
Phone:
020 7907 1888

mjög góður og skemmtilegur stður ( En mikill troðningur)

TAMAN GANG
141 Park Lane, London, W1K 7AA  Map
Cuisine: Pan Asian
Telephone: 020 7518 3160
http://www.london-eating.co.uk/3924.htm
flottur staður, góður matur , skemmtileg stemming.


Name:
Asia de Cuba
Address:
45 St Martin's Lane
Phone:
020 7300 5588
Fax:
020 7300 5540

skemmtilegur staður hannaður af Philip Stark og hótelið.


Name:
Yo! Sushi
Address:
Harvey Nichols, Knightsbridge
Phone:
020 7235 5000
gaman að fara í hádeginu og fara svo og kikja á flottu vörurnar í HARVEY NICHOLS. Staðurinn er á efstu hæð.


The Red Fort
77 Dean Street
Soho
London
W1D 3SH

http://www.redfort.co.uk/welcome.htm
mjög góður indverskur og svo líka huggulegur bar í kjallara sem hægt er að fá drykk fyrir mat eða eftir.



http://www.sandersonlondon.com/
SANDERSON HOTEL
50 Berners Street London, England W1T 3NG
Tel. +44 (0) 20 7300 1400 Fax +44 (0) 20 7300 1401
Reservations USA 800 697 1791 UK 0800 634 1444
gaman að fara í drykk þar aður en maður fer út að borða . sami hönnuður og af St Martins Lane- Philip Stak.

svo finst mér alltaf skemtilegast að versla í Covent Garden.

Saturday, March 18, 2006

HEIMFERDARDAGUR 18/03/06


Þá er komið að heimferð, ég er strax farinn að sakna alls hér en samt kalla tveir litlir guttar á mig sem gerir það að verkum að ég get varla beðið eftir að sjá þá.
Ætlum í göngu núna og svo fá okkur morgunmat, síðan að kikja í WALL MART (lokahring) og svo slöppum við af hérna við sundlaugina þangað til við förum út á völl og verðum svo komnir heim um sex leitið í fyramálið.
Mæli eindregið með þessu húsi (husavik.com) fyrir golfara og barnafólk sem hefur gaman að fara í Disney og þá garða.
Aðbúnaður er einn hinn besti sem ég hef haft í fríi,uppþvottavel, þvottavel og þurrkari, sjónvörp í öllum herbergjum, hljómflutningsgræjur og bara að nefna það þá er það til staðar, það eina við þetta er að það er erfitt að toppa þetta.
Takk takk fyrir okkur.
Kveðja G og M á Florida.

Friday, March 17, 2006

dagur 7 ORLANDO



það er ótrulegt hvað það er hægt að hafa gott veður dag eftir dag, þetta er hreint ótrúglegt.
Fórum í búðarráp í morgun og höfðum það svo gott við með mat og drykk (alveg frábært sushi hér)lestur góðra bóka og sólbaðs.
Svo höfum við morgundaginn til kl 13.00 en þá förum við út á völl til að komast heim og sjá litlu strákana okkar sem við erum búnir að sakna svo mikið.
það er ákveðið að við erum til í að leigja svona hús en ekki inn í Orlando heldur á strönd því það er bara hægt að fara í skemmtigarða og í mall sem er svoldið leiðigjarnt fyrir okkur en á strönd getur maður farið í gongu eða trimm og svo svamlað í sjónum, legið í sólbaði og haft það gott.
En gaman að bæta því í bankann fyrir REYNSLU.
p.s.
Gleði og hlátur, andleg upphafning (kæti, glaðværð,fögnuður, spenningur,alsæla). þetta hugarástand laðar að sér allt það góða í heiminum.

Thursday, March 16, 2006

6. dagur ORLANDO


Hættum við að fara í UNIVERSAL STUDIO og fórum í FLORIDA MALL.
Forum svo í outlet með oll helstu merkin og keyptum okkur íþróttaföt fyrir næstu árin á MJÖG hágstæðu verði.
Komum svo hér í húsið og elduðum góðan mat og horfðum á Everybody loves Reymond og Seinfeld.
Er að lesa bók sem heitir "fleyri skyndibitar fyrir sálina" og þar er kafli um mátt friðar þar segir

LEYNDAMÁLIÐ
AÐ BAKI
ÖFLUGRI STARFSEMI
ER DJÚPUR FRIÐUR

DJÚPUR FRIÐUR OG
ÖFLUG STARFSEMI
ERU TVEIR PÓLAR
VELGENGNI

og til að finna djúpan fríð þá eru sex atriði til að styðjast við

-HUGLEIÐSLA
-ÞÖGN
-ÚTIVIST Í NÁTTURINNI
-ÆFING Í UMBURÐALYNDI
-BÆN
-HUGLEIÐSLA MEÐ HLJÓÐI

GÁ.

Wednesday, March 15, 2006

ST. PETE



Vorum í st.pete beach í tvær nætur og hef ég ekki upplifað annað eins, veðrið,staðurinn,hótelið og allt.
Fengum herbergi með svölum og sjávarsýn á DON CESAR BEACH RESORT og vorum við trítaði eins og kóngar.
Maturinn var æði og strondin frábær til að fara að skokka og ganga og svo var líka mjög fín líkamsræktaraðstaða.
Svo var alveg rosa fín aðstaða til að fara í sólbað og vera í sjónum.
Florida er eins og ég held að himnarík sé.
Erum að hugsa að fara í UNIVERSAL STUDIO á morgun.

"ég held að þegar það er alltaf gott veður þá sé miklu betra að vera jákvæður og glaður"

"þegar þú faðmar einhvern blómstrar hún/hann og dafnar.
þegar einhver faðmar þig blómstrar þú og dafnar"

takk takk Gunnar.

Monday, March 13, 2006

dagur 3 ORLANDO


þá er enn einn yndislegur sólardagur runnin upp og er eins og við séum í paradís, fór í göngu áðan og svo morgunmatur.
í dag ætlum við að fara til st. pete á strönd og gista þar eina nótt.
í gær grilluðum við t-bone steik og hef ég varla smakkað eins góða steik.
Við fórum í WALL MART og er það stæsta búð sem ég hef komið í, þar var hægt að fá allt milli himins og jarðar þar, og fyrsta skipti sem ég hef séð sjálfsafgreiðslu þegar maður borgar.

Sunday, March 12, 2006

dagur 2 ORLANDO


Voknuðum frekar snemma og settumst út í frábæru veðri.
Fórum í Florida Mall í gær að kikja og var það mjög gaman.
Ætlum að kynna okkur næsta nágreni í dag meðal annars að fara í gongu og hjóla hér í hverfinu og svo auðvitað að nota sundlauginna hér í húsinu.
Það er allveg æðislegt veðrið og er spáð yfir 30 stiga hita í dag og á morgun.

Saturday, March 11, 2006

Orlando


jæja þá erum við komnir til Orlando og allt gengið eins og í sogu.
Fengum bílaleigubíl (BUICK) á vellinum og GPS tæki til að rata, og vorum komnir í húsið kl fjogur á ísl. tíma en ellefu hér.
þetta er alveg ótrulega fallegt hús með sundlaug og alveg frábær aðstaða í alla staði, vorum að hella upp á kaffi og svo forum við að kaupa í matinn á eftir.
hitinn er 20 gráður núna kl átta um morgun.

Thursday, March 02, 2006

Vetrarfri






Nú er til siðs að taka sér vetrarfrí og gerði ég það og skrapp í bústaðinn.
Það var eins og á sumardegi, gengið á Dimon og heilsað upp á krumma.
Útsýnið frábært og svo nátturulega grillað.