HEIMFERDARDAGUR 18/03/06
Þá er komið að heimferð, ég er strax farinn að sakna alls hér en samt kalla tveir litlir guttar á mig sem gerir það að verkum að ég get varla beðið eftir að sjá þá.
Ætlum í göngu núna og svo fá okkur morgunmat, síðan að kikja í WALL MART (lokahring) og svo slöppum við af hérna við sundlaugina þangað til við förum út á völl og verðum svo komnir heim um sex leitið í fyramálið.
Mæli eindregið með þessu húsi (husavik.com) fyrir golfara og barnafólk sem hefur gaman að fara í Disney og þá garða.
Aðbúnaður er einn hinn besti sem ég hef haft í fríi,uppþvottavel, þvottavel og þurrkari, sjónvörp í öllum herbergjum, hljómflutningsgræjur og bara að nefna það þá er það til staðar, það eina við þetta er að það er erfitt að toppa þetta.
Takk takk fyrir okkur.
Kveðja G og M á Florida.
5 Comments:
Hæ! Var að kíkja á húsið á netinu. Lítur ekkert smá flott út! Gaman að fylgjast með ferðum ykkar í gegnum síðuna. Ég vona að heimferðin gangi vel. Ég veit um tvo sem munu fagna ykkur :-) Sjáumst fljótlega. B.kv. Ragga
takk fyrir það, var að hugsa um að setja nokkrar myndir inn lika.
Gaman að lesa um ferðina ykkar, og ekki síður það sem þú ert að lesa Gunni. Frábært hvað þú ert orðinn virkur bloggari!
Flottar myndir! Alveg gæti ég hugsað mér viku eða tvær á Flórída ...
Gaman að fá komment á síðuna, og takk fyrir hrós og ef ykkur vantar leiðsögumann í florida þá er ég til taks.
knús og kiss.
gunni
Post a Comment
<< Home