Saturday, March 18, 2006

HEIMFERDARDAGUR 18/03/06


Þá er komið að heimferð, ég er strax farinn að sakna alls hér en samt kalla tveir litlir guttar á mig sem gerir það að verkum að ég get varla beðið eftir að sjá þá.
Ætlum í göngu núna og svo fá okkur morgunmat, síðan að kikja í WALL MART (lokahring) og svo slöppum við af hérna við sundlaugina þangað til við förum út á völl og verðum svo komnir heim um sex leitið í fyramálið.
Mæli eindregið með þessu húsi (husavik.com) fyrir golfara og barnafólk sem hefur gaman að fara í Disney og þá garða.
Aðbúnaður er einn hinn besti sem ég hef haft í fríi,uppþvottavel, þvottavel og þurrkari, sjónvörp í öllum herbergjum, hljómflutningsgræjur og bara að nefna það þá er það til staðar, það eina við þetta er að það er erfitt að toppa þetta.
Takk takk fyrir okkur.
Kveðja G og M á Florida.

5 Comments:

Blogger Ragga said...

Hæ! Var að kíkja á húsið á netinu. Lítur ekkert smá flott út! Gaman að fylgjast með ferðum ykkar í gegnum síðuna. Ég vona að heimferðin gangi vel. Ég veit um tvo sem munu fagna ykkur :-) Sjáumst fljótlega. B.kv. Ragga

3:37 PM  
Blogger gunnarasg said...

takk fyrir það, var að hugsa um að setja nokkrar myndir inn lika.

10:33 AM  
Blogger Prentarinn said...

Gaman að lesa um ferðina ykkar, og ekki síður það sem þú ert að lesa Gunni. Frábært hvað þú ert orðinn virkur bloggari!

5:16 AM  
Blogger Ragga said...

Flottar myndir! Alveg gæti ég hugsað mér viku eða tvær á Flórída ...

6:35 AM  
Blogger gunnarasg said...

Gaman að fá komment á síðuna, og takk fyrir hrós og ef ykkur vantar leiðsögumann í florida þá er ég til taks.
knús og kiss.
gunni

11:44 AM  

Post a Comment

<< Home