Friday, October 05, 2012

Thich Nath Hanh. (Tíbetskur munkur)



Thich Nath Hanh.

Það koma dagar þar sem þér finnst að þetta sé ekki þinn dagur, allt gengur þér í óhag. Og því meira sem þú reynir að breyta því verður það bara verra. Við höfum öll gengið í gengum þannig dag í okkar lífi.
Allt gengur þér í óhag, þú þjáist, verður reiður, fólk ásakar þig, þú ert ekki glaður og verður frústreraður.
Þú segir við sjálfan þig að þú þurfir að leggja meira á þig, en því meira sem þú leggur á þig því verra verður ástandið, en þá veist þú að það er kominn tími til að stoppa, það er tími til að stoppa allt, það er tími til að fara heim og leita athvarfs hjá sjálfum þér. 
Þú þarft að loka öllum gluggunum, augum, eyrum, þú þarft að loka öllum sex gluggunum. Þú skalt ekki vera í snertingu við það sem er fyrir utan meira, þú verður að loka gluggunum og vera með sjálfum þér. Því að vera með sjálfum sér er það sem ég vill skýra út.
Ef þú heldur áfram að vera fyrir úti með alla gluggana opna, þá heldur þú áfram að þjást eins og þú veist. Á slíkum stundum verður þú að fara heim á þína eyju/vin og það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með sjálfum þér og loka öllum sex gluggunum. Augu, eyru, nef, tunga, líkaminn og hugur eru sex gluggar okkar.
Ekki horfa, ekki hlusta, ekki snerta og ekki hugsa. 
Stoppaðu allt til að hindra að sterkur vindur útifyrir haldi áfram að gera þig vesælan, því að augun eru gluggi, eyrun eru gluggi, hugurinn er gluggi, og ef þú heldur þeim opnum, vindur þjáningarinnar og vindur ókyrðarinnar heldur áfram og staðan verður verri og verri. Ekki reyna meira. Hættu að reyna og lokaður gluggunum, þú lokar líka dyrunum og þú ferð að arninum og kveikir upp í eldinum. Þér langar að finna hlýuna, kósyheitinn og þægindi við að anda með athygli, fara heim til þín sjálfs. Og endurskipuleggja allt, tilfiningar þínar, skynjun, þær eru út um allt, algert mess.
Þú þarft að þekkja hverja tilfiningu, hverja skynjun.
Og þú þarft að safna þeim saman eins og blöðum sem erum dreyfð út um allt.
Ástunda með athygli og einbeitingu og koma öllu saman innra með þér. 
Þú ert að fara heim, þú þarft að fara heim á litlu eyjuna/ vin þína, og ferðast inn í þann stað þar sem er kósy og notalegt að leita athvarfs.
Allir hafa einsetumann innra með sér, mjög öruggt , kósý, notalegt, rólegt, og þurfa að fara heim og vera þessi einsetumaður.
Ef þú treystir á það sem er úti, þá týnist þú.

Þess vegna þarft þú að fara heim og treysta á eitthvað sem er öruggt, það er eyjan/vinin í sjálfum þér.

Thich Nath Hanh.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home