Friday, August 10, 2012

Torremolinos 31.júli - 7. ágúst.

Fórum í viku ferð til Torremolinos á Spáni. Skemmtilegur staður og gott veður. Gistum á Hotel Amaragua með hálfu fæði. Fórum út á hverjum morgni í morguntrimm og svo í morgunverðahlaðboð á hótelinu. Svo slökuðum við á og fórum svo eitthvað í kring í lunch og svo var haldið áfram að slaka á þangað til að kvöldverðahlaðborðið byrjaði og svo farið að koma sér í ró. Notalegt frí og gott að vera saman.

Maggi á Mangó veitingastað sem við fórum á tvisvar í hádegi og fengum okkur Paellu.

Fórum á El Cato Beach og fengum okkur að borða þar, c.a tuttugumínutna ganga þangað og fórum svo aðeins í sjóinn þar.

Vorum mest í garðinum á daginn þar sem var fín aðstaða.



Útsýnið úr herberginu okkar.

Árla morguns í morgungöngunni okkar :-)
Kynntumst þeim Karlottu, Stinna og Veigari og Dísu. Fórum út að boðrað með Karlottu og Stinna eitt hádegið niður í bæ sem er í fimm mínútna göngufæri frá hótelinu.

Gunnar í Sólbaði.

1 Comments:

Blogger Ragga said...

Æ hvað þetta hefur verið notalegt hjá ykkur :-)

3:35 PM  

Post a Comment

<< Home