Sunday, July 08, 2012

Frábær dagur í sveitinni.

Byrjuðum daginn á að ganga á Vörðufell í mildu og góðu veðri. Maggi kom með hressingu handa okkur öllum og kunni Nökkvi vel við að fá vatnssopa á toppinum.

Maggi og Vala.




Fórum svo eftir pottaferð og hádegismat í Reykholt á sveitamarkað og í Birkihlið að kaupa Sírenu. Fórum svo í Sólheima í Grímsnesi og fengum okkur kaffi og köku og nutum þess að vera á þessum fallega stað.

Hreinn og Ingibjörg komu svo til okkar seinnipartinn og við skáluðum fyrir nýja pallinum. Fengum þennan fallega kælipoka í gjöf frá Hreini og Ingibjörgu.

Hreinn, Vala, Gunnar og Ingibjörg

Maggi, Ingibjörg, Vala og Hreinn. Vorum með kjúklingavængi í piri piri og svo önd og meðlæti.

Svo kom þyrlan örugglega með ljósmyndara! að ná mynd af okkur á nýja pallinum :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home