Monday, September 24, 2012

Sitges sept 14. - 23.

Fórum í sumarfrí til Sitges og var það æðislegt eins og vanalega.   Hittum Elísabetur og Grétar þar  og vorum töluvert með þeim og héldum meðal annars upp á afmælið hennar Elísbetar með glans. Svo var Ingi Þór þarna líka og vorum við heilmikið með honum líka.

Við Maggi buðum Grétari og Betu út að boðra í tilefni afmælisins hennar Betu fyrsta kvöldið þeirra . það var staður sem var með frábæran mat og svo tveggja tíma show. Hápunkturinn var þegar óperusöngkona frá Barcelona söng og er það ógleymaleg stund.

Grétar, Ingi Þór og beta.

Við fórum oft saman út að boðra og þarna erum við á sushi stað í einu hádeginu. Þarna eru Maggi og Ingi Þór á Jardin Bamboo.

Afmælisdagur hennar Betu.  Þau buðu öllum hópnum út að borða og þarna erum við á Parrot í fordrykk. Vinkona hennar Betu og vinur hennar komu henni á óvart og birtust bara allt í einu og voru með okkur. 

Maggi og Ingi Þór á Fragata sem er okkar upphálds staður í  Sitges.

Morgnarnir voru fallegir og fórum við út á hverjum morgni áður en við fengum okkur morgunmat.


Enduðurm svo á að vera tvær nætur í london, sem var mjög gaman og fórum við á Mamma Mía  sem verður bara skemmtilegar með árunum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home