Sunday, June 29, 2008

Helgin 27-29 juni 2008




Vorum upp í bústað um helgina, gott veður og notalegt.
Erla og Inga komu í heimsókn á föstudag og fengum okkur smá kampavín og ég gerði sushi-sallat og Maggi gerði Pavlovu.
Notaleg og afslöppuð helgi.

Tuesday, June 24, 2008

2008 júni Sumarfrí





Verðrið hefur verið mjög gott þó það hafi komi þrumur og rigning eins og í útlöndum.
En fegurðinn er ótrúleg og kyrrðin. Að fá tækifæri til að staldra við og skoða fjöllin, mosann, fuglana og fl. það er ómetanlegt.
Svo er kominn fyrsta uppskera af rabbabarasultu í hús.

Monday, June 23, 2008

2008 júní -þak málun


Tók mig til og málaði þakið á bústaðnum. Það er hörku vinna að mála þak, þurfti að skrapa lausa málingu af fyrst og svo að þvo þakið með sérstöku efni og svo spúla allt af, svo fara tvær umferðir á málingu yfir.
Þakið er orðið eins og nýtt.

Sunday, June 22, 2008

2008 jonsmessuganga











Fórum í jónsmessugöngu á laugardaginn í góðu veðri. Hittumst öll á Uppsölum og þar var rúta sem keyrið okkur á Pálsbæ ( sem er bústaður Geirþrúðar og Bogga) sem er rétt hjá Keldum. Þar beið okkar þessi líka fíni morgunmatur, eftir það lögðum við á stað meðfram Eystir-Ragá og að Vatnsdalsfjalli ( sem heytir öðru meginn Vatnsdalsfjall og hinumeginn Árgilstaðafjall) við gengum sem sagt upp á Árgilstaðafjall og upp á því að Þórunúpi og svo að Uppsölum. Á leiðinni var mikið og fallegt útsýni meðal annars á Þríhyrning og á Vatnsdalsvatn, eyjar , Heklu og fleyra.
Svo þegar við vorum að nálgast endastöð þá rákumst við á matarkistu sem Steinnunn og Gylfi vorum búinn að koma fyrir með kampavíni og glösum, var þá skálað fyrir vel heppnaðri ferð. Svo komum við að Uppsölum og fór fólk í sturtu og fékk sér hressingu.
Svo var farið að Búðum (sumarbústaðurinn okkar) þar sem við grilluðum læri. Maggi gerði Pavlovu sem er desert sem er nefnd eftir ballerinu sem hét Pavlova og rétturinn er léttur eins og Ballerina.
þau sem mættu voru auk okkar Magga - Steinnunn og Ísólfur Gylfi, Geirþrúður og Boggi, Gyða og Ásmundur, Gísli og Þorgerður.
Gengnir km voru 10 og tók rúma fimm tima.
Ákveðið var að fara að ári og þá ganga t.d frá Búðum að Pálsbæ.
Frábær dagur og félagsskapur.

Wednesday, June 18, 2008

Matarboð hja Kötu og Dora





Kata og Dóri buðu okkur í mat á þjóðhátiðardaginn, mjög gott og gaman. Andrea og Jóhann þau elskuðu að knúsast í hundunum og voru mjög ahugasöm um þá.

Tuesday, June 17, 2008

Hvolsvöllur





Við fórum í göngu í hlíðina fyrir ofan Hvolsvöll í góðu veðri á mánudag (16 júní) og skoðuðum kirkjugarðinn og kirkjuna á Hvolsvelli. Fórum svo í sund.
Höfðum það gott það sem eftir var dagsins upp í bústað. Grétar og Elísabet komu í kaffi og svo grilluðum við um kvöldið.
Mjög löng og góð helgi að baki.

Sunday, June 15, 2008

Burfell










Ég fór upp í bústað á fimmtudag og var hér í æðislegu veðri á föstudag. Maggi kom eftir hádegi á föstudag og Vala vinkona kom seinnipartinn og útbjó ég sushi salat, mjög gott og notalegt.
Fórum öll í sund á laugardeginum og svo þaðan í luns til Grétars og Elísabetar að litla Setbergi, fórum svo og gengum öll upp á Búrfell sem er í Rangárvallasýrslu (669m), mjög fallegt veður og mikið útsýni.
Fórum svo í bústaðinn hjá Grétari og Elísabetu í flotta grill veislu, sátum svo fram yfir miðnætti í sól og góðuveðri úti á palli og höfðum það gaman.
Skemmtileg helgi.

Saturday, June 07, 2008

5-8 júní 2008





Fórum upp í bústað eftir vinnu á fimmtudag í góðu verði. Maggi fór í bæinn á föstudag í vinnu og í sumargrill hjá Hvíta húsinu kom svo seint á föstudagskvöld.
Áttum góðan dag á laugardeginum og fórum í sund inn á Hvolsvöll og í kaffi til Steinunar og Gylfa á eftir, skipulögðum jónsmessu-gönguna sem við ætlum með þeim og Geirþrúði og Bogga, Gyðu og Ásmundi.
Fórum svo í Kirkjulækjarkot og keyptum sumarblóm og nokkur tré til að gera fallegt hér hjá okkur.
Gróðurinn er svo fallegur hér og fuglasöngurinn er æði.
Komum í bæinn snemma á sunnudag í alveg æðislegt veður og settum mold í beðin þar sem vantaði og máluðum veggina á pallinum.
Frábær helgi.

Monday, June 02, 2008

MBA utskrift







Þá er hann útskrifaður, alveg æði.
Héldum smá boð fyrir fjölsk. og vini, fórum svo út að borða með Arnari og Cristjan á veitingastaðinn Ó, ljómandi fínt, svo var ball í Iðu sem MBA útskriftarnemar héldu, þar var dans og gleði langt framm eftir nóttu.
Sunnudagurinn fór í að ná kröftum eftir frábæran dag og nótt.