Sunday, June 22, 2008

2008 jonsmessuganga











Fórum í jónsmessugöngu á laugardaginn í góðu veðri. Hittumst öll á Uppsölum og þar var rúta sem keyrið okkur á Pálsbæ ( sem er bústaður Geirþrúðar og Bogga) sem er rétt hjá Keldum. Þar beið okkar þessi líka fíni morgunmatur, eftir það lögðum við á stað meðfram Eystir-Ragá og að Vatnsdalsfjalli ( sem heytir öðru meginn Vatnsdalsfjall og hinumeginn Árgilstaðafjall) við gengum sem sagt upp á Árgilstaðafjall og upp á því að Þórunúpi og svo að Uppsölum. Á leiðinni var mikið og fallegt útsýni meðal annars á Þríhyrning og á Vatnsdalsvatn, eyjar , Heklu og fleyra.
Svo þegar við vorum að nálgast endastöð þá rákumst við á matarkistu sem Steinnunn og Gylfi vorum búinn að koma fyrir með kampavíni og glösum, var þá skálað fyrir vel heppnaðri ferð. Svo komum við að Uppsölum og fór fólk í sturtu og fékk sér hressingu.
Svo var farið að Búðum (sumarbústaðurinn okkar) þar sem við grilluðum læri. Maggi gerði Pavlovu sem er desert sem er nefnd eftir ballerinu sem hét Pavlova og rétturinn er léttur eins og Ballerina.
þau sem mættu voru auk okkar Magga - Steinnunn og Ísólfur Gylfi, Geirþrúður og Boggi, Gyða og Ásmundur, Gísli og Þorgerður.
Gengnir km voru 10 og tók rúma fimm tima.
Ákveðið var að fara að ári og þá ganga t.d frá Búðum að Pálsbæ.
Frábær dagur og félagsskapur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home