Saturday, June 07, 2008

5-8 júní 2008





Fórum upp í bústað eftir vinnu á fimmtudag í góðu verði. Maggi fór í bæinn á föstudag í vinnu og í sumargrill hjá Hvíta húsinu kom svo seint á föstudagskvöld.
Áttum góðan dag á laugardeginum og fórum í sund inn á Hvolsvöll og í kaffi til Steinunar og Gylfa á eftir, skipulögðum jónsmessu-gönguna sem við ætlum með þeim og Geirþrúði og Bogga, Gyðu og Ásmundi.
Fórum svo í Kirkjulækjarkot og keyptum sumarblóm og nokkur tré til að gera fallegt hér hjá okkur.
Gróðurinn er svo fallegur hér og fuglasöngurinn er æði.
Komum í bæinn snemma á sunnudag í alveg æðislegt veður og settum mold í beðin þar sem vantaði og máluðum veggina á pallinum.
Frábær helgi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home