Vorum upp í bústað um helgina í alveg æðislegu veðri.
Fórum uppeftir með fulla kerru af möl til að setja í göngustíginn heim að bústaðnum og í innkeyrsluna.
Bjó til alveg æðislegt sushi-sallat sem ég fékk uppskrift af í síðustu-viku, trúði því varla að það væri hægt að gera sushi-sallat.
Hér er uppskriftinn.
1 ½ bolli long grain hrisgrjón
¼ bolli rice vinegar + 3 msk
¼ bolli sykur
1 ½ tsk salt
1-2 msk sesamfræ (ristuð)
3 msk grænmetis olía
2 msk pickled engifer smátt saxað
4 vorlaukar skerast langsum ca ¾ bolli
½ bolli rifinn gulrót
Stór gúrka saxa smátt og taka kjarnann úr
2 blöð nori (stundum til niðurskorinn, ef ekki skera í smáar bita)
1 avacado skorið í litla bita
Ca 150- 200 gr ferskan fisk, ég notaði túnfisk, má líka vera krabbi, lax eða hvað sem er
Ca 2 tsk wasabi paste, ca ¼ bolli soyjasósa og 2 tsk kreistann engifer ( þessu er blandað saman og notað sem dressing, gott að smakka sig til)
Hrísgrjón soðin, tekin til hliðar og edik, sykur og salt soðið saman, látið “bráðna” saman og sett yfir volg grjónin
Grænmetið skorið og sett saman við grjónin, 3msk edik og olían sett út í grjónin og að lokum fiskurinn, sesamfræin og nori-blöðin.
Gangi ykkur vel með þetta og njótið vel!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home