Saturday, May 17, 2008

Sitges mai 2008











Ég fór til Sitges sem er rétt hjá Barcelona í viku. Maggi var búinn að vera úti í Barcelona í síðasta áfanganum í náminu svo hann er búinn og verður útskrift í lok maí. Á sunnudegingum (11. maí) þá komu Lilja , Reynir, Anna Sigga og Pétur í heimsókn til okkar niður til Sitges, þær eru með Magga í náminu. Við buðum þeim út í lunch á veitingastað sem er alveg æði og heitir Fragata. Fengum mjög góðan mat þar og svo fórum við í smá gögnu um gamla bæinn og enduðum á bar í göngugötunni sem heitir Parrot. Þar fór Pétur í fótboltaspil við gamlan fótbotlaáhugamann og vann hann með yfirbuðum.
Mjög skemmtilegur dagur.
Annars var mjög gott að slappa af þessa viku og fórum mikið í gögnu og slöppuðum af á ströndinni.
Fórum einusinni inn í Barcelona með lest sem tekur c.a 45 mín hvora leið og kiktum aðeins á kaffihús og í búðir.
Skemmtilegt frí.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home