Sunday, October 28, 2012
Monday, October 22, 2012
Saturday, October 20, 2012
Sítrónu Kjúklingur fyrir 4-6 úr Gestgjafanum. 14. tbl 2012
Sítrónu Kjúklingur.
3 bökunar kartöflur
2 laukar, gulir eða rauðir
2-3 hvítlauksgeirar
1 sítróna í sneiðum ( má sleppa)
3 msk. olia
8-10 bitar af kjúklingi, gott að nota læri
salt og nýmalaður pipar
gott krydd eftir smekk.
Hitið ofninn í 200 gráður. Penslið ofnskúffu eða eldfast mót með olíu.
Skerið kartöflunar í u.þ.bþ 3/4 cm sneiðar og raðið þeim í ofnskúffuna svo þær þeki hana.
Skerið laukinn í skífur og raðið þeim ofaná kartöflunar og saxið hvítlaukinn og setið yfir. Raðið sítrónusneiðum ofaná ef þið notið þær.
Saltið og piprið. Raðið kjúklingabitunum ofaná grænmetið, penslið aðeins með olíu. líka lauk og kartöflur þar sem kjúklingurinn er ekki ofaná. Kryddið kjúklingin eftir smekk. Bakið þetta í ofni í 30-40 mín ( ég bakaði þetta í klukkutíma ) eða þar til kjúklingurinn er fallega bakaður og kartöflur farnar að taka lit.
Þjórsárdalur.
Fórum í Þjórsárdal í dag og gengum í Gjánna. |
Sólin var lágt á lofti þannig að það var kominn skuggi inn í Gjánna um hádegi. |
Hægt að ganga þarna í gegn. |
Fallegir fossar. |
Séð yfir Þjórsárdal frá Stöng. |
Maggi. |
Hjálparfoss. |
Maggi og Hjálparfoss. |
Gunnar og Hjálparfoss. |
Sveitin 19.-20. okt
Það var fallegt og gott veður í gær en kalt, klakahrönglið liðaðist niður ánna og falleg hljóð mynduðust frá ísnum. |
Klakahröngl á Hvítá. |
Sólin að koma upp í morgun. |
Hekla í morgunsárið. |
Nýji pallurinn í morgunsárið. |
Maggi í heitapottinum, en ég var í smá aðgerð þannig að ég má ekki fara í pottinn næstu daga. |
Það var smá ísing á pallinum í morgun. |
Thich Nhat Hanh
Samúðarfullur hlustandi er læknandi, skilningsríkur hlustandi læknar bæði þann sem talar og þann sem hlustar. Þú verður að minna þig á allan tímann að þú sért samúðarfullur hlustandi. Þetta er list…
Samúð er eini krafturinn sem getur hjálpað okkur að tengja við aðra mannsekju.
Thich Nhat Hanh from The Heart of The Buddha´s teaching.
Thich Nhat Hanh
Þegar Gandhi sagði að ást er kraftur sem getur frelsað, meinti hann að við verðum að elska óvini okkar.
Jafnvel ef óvinur okkar er miskunnarlaus, jafnvel ef hann er að buga okkur, sýnir okkur skelfingu og óréttlæti, við þurfum að elska hann. Þetta eru skilaboð frá Jesú. En hvernig getum við elskað óvin okkar? Það er aðeins ein leið -- að skilja hann. Við verðum að skilja hversvegna hann er svona, hvernig hann getur hagað sér svona, hversvegna hann sér ekki hlutina eins og við sjáum þá. Skilningurinn á persónunni færir okkur kraft til að elska og viðurkenna hann. Og á því augnabliki þegar við elskum og viðurkennum hann hættir hann að verða óvinur okkar. Að "elska óvin okkar" er ómöuglegt, því á þeirri stundu sem við elskum hann er hann ekki lengur óvinur okkar.
Thich Nhat Hanh from Living Budda Living Christ.
Tuesday, October 16, 2012
London 11-15 okt
Fór á hárgreiðslusýningu hjá Vidal Sasson í London og á Salon International . |
Gaman að sjá það sem er verið að gera í hárinu og líka að sjá mannlífið á sýningunni . |
Sviðið var flott og showið geggjað. |
Ég á góðri stundu. |
Hittum svo stelpurnar á Touch og fórum með þeim í hádeginu á sunnudag í sushi á Yo á Poland Street. Svava, Helena, Þórdís Guðný og Maggi. |
Veðrið var fallegt og bjart, en ekki mikill lofthiti. |
Sunday, October 07, 2012
Thich Nath Hanh.
Thich Nath Hanh.
Við verðum fyrir alls konar árásum, spennandi, öllum litbrigðum, og áhugaverðum hlutum. En eðli alls er skammvinnt, eins og skýin.
Núna eru skýin hér, en eftir hádegi þá eru þau farin. Þegar skýin hverfa þá hleypur þú frá einu skýi til annars, til að reyna að ná þeim.
Við hlaupum líka frá einu til annars, eftir fallegri konu eða myndarlegum manni. Við finnum fyrir tómleika í hjarta okkar og við erum eins og á sem rennur á milli skýja. En sannleikurinn með skýin er skammvinnur. Það er eðli þeirra að hverfa. Við verðum móð á því að hlaupa eftir þessu skýi og því næsta, og þá finnum við fyrir tómleika innra með okkur og verðum einmanna.
Thich Nath Hanh.
Friday, October 05, 2012
Thich Nath Hanh. (Tíbetskur munkur)
Thich Nath Hanh.
Það koma dagar þar sem þér finnst að þetta sé ekki þinn dagur, allt gengur þér í óhag. Og því meira sem þú reynir að breyta því verður það bara verra. Við höfum öll gengið í gengum þannig dag í okkar lífi.
Allt gengur þér í óhag, þú þjáist, verður reiður, fólk ásakar þig, þú ert ekki glaður og verður frústreraður.
Þú segir við sjálfan þig að þú þurfir að leggja meira á þig, en því meira sem þú leggur á þig því verra verður ástandið, en þá veist þú að það er kominn tími til að stoppa, það er tími til að stoppa allt, það er tími til að fara heim og leita athvarfs hjá sjálfum þér.
Þú þarft að loka öllum gluggunum, augum, eyrum, þú þarft að loka öllum sex gluggunum. Þú skalt ekki vera í snertingu við það sem er fyrir utan meira, þú verður að loka gluggunum og vera með sjálfum þér. Því að vera með sjálfum sér er það sem ég vill skýra út.
Ef þú heldur áfram að vera fyrir úti með alla gluggana opna, þá heldur þú áfram að þjást eins og þú veist. Á slíkum stundum verður þú að fara heim á þína eyju/vin og það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með sjálfum þér og loka öllum sex gluggunum. Augu, eyru, nef, tunga, líkaminn og hugur eru sex gluggar okkar.
Ekki horfa, ekki hlusta, ekki snerta og ekki hugsa.
Stoppaðu allt til að hindra að sterkur vindur útifyrir haldi áfram að gera þig vesælan, því að augun eru gluggi, eyrun eru gluggi, hugurinn er gluggi, og ef þú heldur þeim opnum, vindur þjáningarinnar og vindur ókyrðarinnar heldur áfram og staðan verður verri og verri. Ekki reyna meira. Hættu að reyna og lokaður gluggunum, þú lokar líka dyrunum og þú ferð að arninum og kveikir upp í eldinum. Þér langar að finna hlýuna, kósyheitinn og þægindi við að anda með athygli, fara heim til þín sjálfs. Og endurskipuleggja allt, tilfiningar þínar, skynjun, þær eru út um allt, algert mess.
Þú þarft að þekkja hverja tilfiningu, hverja skynjun.
Og þú þarft að safna þeim saman eins og blöðum sem erum dreyfð út um allt.
Ástunda með athygli og einbeitingu og koma öllu saman innra með þér.
Þú ert að fara heim, þú þarft að fara heim á litlu eyjuna/ vin þína, og ferðast inn í þann stað þar sem er kósy og notalegt að leita athvarfs.
Allir hafa einsetumann innra með sér, mjög öruggt , kósý, notalegt, rólegt, og þurfa að fara heim og vera þessi einsetumaður.
Ef þú treystir á það sem er úti, þá týnist þú.
Þess vegna þarft þú að fara heim og treysta á eitthvað sem er öruggt, það er eyjan/vinin í sjálfum þér.
Thich Nath Hanh.