Saturday, October 20, 2012

Sítrónu Kjúklingur fyrir 4-6 úr Gestgjafanum. 14. tbl 2012



Sítrónu Kjúklingur.

3 bökunar kartöflur
2 laukar, gulir eða rauðir
2-3 hvítlauksgeirar
1 sítróna í sneiðum ( má sleppa)
3 msk. olia
8-10 bitar af kjúklingi, gott að nota læri
salt og nýmalaður pipar
gott krydd eftir smekk.

Hitið ofninn í 200 gráður. Penslið ofnskúffu eða eldfast mót með olíu.
Skerið kartöflunar í u.þ.bþ 3/4 cm sneiðar og raðið þeim í ofnskúffuna svo þær þeki hana.
Skerið laukinn í skífur og raðið þeim ofaná kartöflunar og saxið hvítlaukinn og setið yfir. Raðið sítrónusneiðum ofaná ef þið notið þær.
Saltið og piprið. Raðið kjúklingabitunum ofaná grænmetið, penslið aðeins með olíu. líka lauk og kartöflur þar sem kjúklingurinn er ekki ofaná. Kryddið kjúklingin eftir smekk. Bakið þetta í ofni í 30-40 mín ( ég bakaði þetta í klukkutíma ) eða þar til kjúklingurinn er fallega bakaður og kartöflur farnar að taka lit.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home