Tuesday, June 29, 2010

Yoga og Jónsmessa á Hornströndum


Ég og Vala fórum Vestur á Hornstrandir í sex daga í göngu um Hlöðuvík og þar í kring.
En byrjuðum á því að fara út í Vigur sem var mjög gaman og enduðum á kaffihlaðborði þar í eyjunni. Pétur bróðir kom svo þegar við vorum búin í Vigur og fórum við þrjú á Faktorshúsið að borða og fengum mjög góðan mat þar.
Í Hlöðuvík fengum við mjög gott veður allan tíman og áttum þar yndislegar stundir á lengstu dögum ársins. Ásgeir frændi og Bára kærasta hans komu við og gistu eina nótt í Hlöðuvík á leið sinni gangandi frá Hesteyri til Hornvíkur, það var mjög gaman að hitta þau. Það var sameiginlegur matur allan tíman og fengum við veislumat kvölds og morgna og svo var endað á að Pétur grillaði læri með kryddjurtum úr víkinni svo sem hvönn, blóðberg og fl. mjög ljúffengt.
Það var refagreni undir nýja húsinu og vorum fjórir yrðlingar þar undir sem komu reglulega út til að leika sér okkur til mikillar gleði, alger krútt.
Svo fórum við Vala reglulega í ánna og böðuðum okkur sem var mjög hressandi og tvær úr hópnum fóru meira segja í sjóinn og syntu í góða veðrinu.













Monday, June 21, 2010

Rabbabarasulta

Bjó til rabbabarasultu úr fyrstu uppskeru sumarsins og bakaði glúeinlaust brauð og svo kom Vala í mat til okkar á sunnudagkvöld, góður endir á góðri helgi.



Matarklúbbur

Fórum á föstudag í matarklúbb til Guðnýar og Þorra í Grafarholtið.
Gaman að koma til þeirra og vera í góðum vinahóp og boðra góðan mat.
Guðný er frábær sushi- gerðarmaður.
Frábært kvöld.





Saturday, June 12, 2010

Bjórkjúklingur

Ég fór í Garðheima og keypti bjórkjúklingapönnu og við prufuðum hana upp í bústað. Krydduðum kjúklinginn með salti, pipar og dash af kanil. Þá settum við bjór í hólf á pönnunni undir kjúklinginn og svo krydduðum hann og höfðum hann í eina klukkustund á grillinu. Mjög góður og öðruvísi kjúklingur.

Til umhugsunar

Ef þú átt mat í ísskápnum, föt, þak yfir höfuðið og svefnstað ertu
ríkari en 75% jarðarbúa..ef þú átt pening í bankanum, veskinu þínu og
kannski klink að nota í einhverja vitleysu- þá eru meðal ríkustu 8%
jarðarbúa...=

Sunday, June 06, 2010

Jarðaber




Arnar og Cristjan komu í heimsókn með Lísu.
Arnar gaf okkur jarðaber sem hann plantaði sjálfur og við fengum fleyri gjafir og hundarnir líka.
Nói og Nökkvi voru mjög spenntir á fá Lísu í heimsókn og voru alveg úrvinda eftir það.

Hornstrandafarar

Ég og Vala fórum í ferð með Ferðafélagi Íslands og Óháðasöfniðinum í gær, Pétur bróðir og Henna komu líka með.
Byrjuðum á því að fara í messu í Óháðasöfnuðinn kl 9.00 og svo fórum við upp á Hengilssvæðið og gengum á Hrómundartind. Mjög gaman og fallegt svæði og frábært útsýni ofanaf tindinum. Svo fórum við í sund á Selfoss og þaðan í Bása í Ölfusi þar sem var borðað saman og sungið að hætti Hornstarandafara, vorum svo komin í bæinn um miðnætti.





Friday, June 04, 2010

Saga Geitarskeggsins í maí

Svona lítur geitarskeggið út 4. Maí. Ætla að fylgjast með því hvað það stækkar fljótt.
mynd no. 2 er tekinn 17. maí. Þriðja myndin er tekin 22. maí. Fjórða myndin er tekin 3. júni.





Birkir frændi var að fá sér mótorhjól

Birkir var að fá mótorhjólapróf og þetta líka svaka gæjahjól.

Thursday, June 03, 2010

London og Sitges






Vorum að koma úr fríi. Fórum til London og Sitges á Spáni.
Vorum mjög heppnir með íbúð í Sitges en það er í fyrsta sinn sem við erum ekki á hóteli þar,flott íbúð og útsýni út á sjó.
Nutum þess í botn að slappa af og hafa það gott, fórum í klukkutíma göngu á hverjum morgni fyrir morgunmat, svo vorum við meira og minna á ströndinni á daginn og enduðum oft daginn að kikja á Parrot þar sem gaman er að horfa á mannlífið, svipað eins og að vera á tískusýningu.Einnig horfðum við á Eurovison þar í mikilli stemmingu og stuði þar sem myndin af mér og Lady Dimond er tekin.
Borðuðum soldið sushi og vorum líka duglegir að útbúa sallat í hádeginu upp í íbúð.
Svo klikkar ekki London frekar en fyrri daginn.
Góð og velheppnuð ferð.