London og Sitges
Vorum að koma úr fríi. Fórum til London og Sitges á Spáni.
Vorum mjög heppnir með íbúð í Sitges en það er í fyrsta sinn sem við erum ekki á hóteli þar,flott íbúð og útsýni út á sjó.
Nutum þess í botn að slappa af og hafa það gott, fórum í klukkutíma göngu á hverjum morgni fyrir morgunmat, svo vorum við meira og minna á ströndinni á daginn og enduðum oft daginn að kikja á Parrot þar sem gaman er að horfa á mannlífið, svipað eins og að vera á tískusýningu.Einnig horfðum við á Eurovison þar í mikilli stemmingu og stuði þar sem myndin af mér og Lady Dimond er tekin.
Borðuðum soldið sushi og vorum líka duglegir að útbúa sallat í hádeginu upp í íbúð.
Svo klikkar ekki London frekar en fyrri daginn.
Góð og velheppnuð ferð.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home