Tuesday, June 29, 2010

Yoga og Jónsmessa á Hornströndum


Ég og Vala fórum Vestur á Hornstrandir í sex daga í göngu um Hlöðuvík og þar í kring.
En byrjuðum á því að fara út í Vigur sem var mjög gaman og enduðum á kaffihlaðborði þar í eyjunni. Pétur bróðir kom svo þegar við vorum búin í Vigur og fórum við þrjú á Faktorshúsið að borða og fengum mjög góðan mat þar.
Í Hlöðuvík fengum við mjög gott veður allan tíman og áttum þar yndislegar stundir á lengstu dögum ársins. Ásgeir frændi og Bára kærasta hans komu við og gistu eina nótt í Hlöðuvík á leið sinni gangandi frá Hesteyri til Hornvíkur, það var mjög gaman að hitta þau. Það var sameiginlegur matur allan tíman og fengum við veislumat kvölds og morgna og svo var endað á að Pétur grillaði læri með kryddjurtum úr víkinni svo sem hvönn, blóðberg og fl. mjög ljúffengt.
Það var refagreni undir nýja húsinu og vorum fjórir yrðlingar þar undir sem komu reglulega út til að leika sér okkur til mikillar gleði, alger krútt.
Svo fórum við Vala reglulega í ánna og böðuðum okkur sem var mjög hressandi og tvær úr hópnum fóru meira segja í sjóinn og syntu í góða veðrinu.













2 Comments:

Blogger Ragga said...

Flottar myndir: yndislegt veður, krúttaralegir yrðlingar og góður félagsskapur ... getur þetta orðið betra?! :-)

8:39 AM  
Blogger gunnarasg said...

Takk fyrir það, já þetta var mjög góð ferð og vel heppnuð í alla staði.
kv. G

1:38 PM  

Post a Comment

<< Home