Sunday, July 27, 2008
Japanskur kjúklingaréttur
Kjúklingarétturinn sem ég fékk hjá Kristínu var æði og ég fékk uppskriftina. Held að hann sé úr Gestgjafanum.
fyrir 6-8
6-8 kjúklingabringur
olia til steikingar
sweet hot chili-sósa, eftir smekk
1 bolli ólifuolia
1/2 bolli balsamiedik
4 msk. sykur
4 msk. sojasósa
2 pokar súpunúðlur( instant súpunúðlur)
200 g möndluflögur
2-4 msk. sesamfræ
blandað salat, t.d klettasalat,eikarlauf og lambasalat
2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 mangó, skorinn í bita
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
Skerið kjúklingin í strimla og snögg steikið í olíu á pönnu, hellið sweet hot chili sósu yfir og látið malla í smá stund.
Setjið ólifuolíu, balsamikedik, sykur og soja sósu í pott og látið suðuna koma upp.
Hrærið af og til í sósunni meðan hún er að kólna svo hún skilji sig ekki.
Brjótið supunúðlur í litla bita og ristið á þurri pönnu svo þær verði stökkar. Setjið á disk og látið kolna. Ristið möndluflögurnar og sesamfræin sitt í hvoru lagi, setið til hliðar á sama disk og súpunúðlurnar og látið kólna.
Setið salat á stórt fat og blandið kirsuberjatómötum ,mangó, rauðlauk saman við.Dreifið ristuðum núðlum,möndlum og sesamfræum yfir, dreypið sósunni yfir og setjið loks kjúklinginn ofan á.
Þessi réttur geymist vel og er einnig góður kaldur.
Njótið vel.
fyrir 6-8
6-8 kjúklingabringur
olia til steikingar
sweet hot chili-sósa, eftir smekk
1 bolli ólifuolia
1/2 bolli balsamiedik
4 msk. sykur
4 msk. sojasósa
2 pokar súpunúðlur( instant súpunúðlur)
200 g möndluflögur
2-4 msk. sesamfræ
blandað salat, t.d klettasalat,eikarlauf og lambasalat
2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 mangó, skorinn í bita
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
Skerið kjúklingin í strimla og snögg steikið í olíu á pönnu, hellið sweet hot chili sósu yfir og látið malla í smá stund.
Setjið ólifuolíu, balsamikedik, sykur og soja sósu í pott og látið suðuna koma upp.
Hrærið af og til í sósunni meðan hún er að kólna svo hún skilji sig ekki.
Brjótið supunúðlur í litla bita og ristið á þurri pönnu svo þær verði stökkar. Setjið á disk og látið kolna. Ristið möndluflögurnar og sesamfræin sitt í hvoru lagi, setið til hliðar á sama disk og súpunúðlurnar og látið kólna.
Setið salat á stórt fat og blandið kirsuberjatómötum ,mangó, rauðlauk saman við.Dreifið ristuðum núðlum,möndlum og sesamfræum yfir, dreypið sósunni yfir og setjið loks kjúklinginn ofan á.
Þessi réttur geymist vel og er einnig góður kaldur.
Njótið vel.
Thursday, July 24, 2008
Kata og Dori
Kata og Dóri komu í mat til okkar á miðvikudag ( reyndar komu þau með humarinn) þetta var skemmtilegt kvöld og gaman að það var 19 ára brauðkaupsafmæli í leiðinni hjá þeim.
Snorri og Stína buðu okkur í mat í gær í rosa gott kjúklingasallat og áttu þau einnig 19 ára brúðkaupsafmæli í sumar á Jónsmennunni.
Sunday, July 20, 2008
Saturday, July 19, 2008
Fórum í átta daga siglingu um Miðjarðarhafið. Mjög fín ferð og gaman.
Veðrið var alltaf mjög gott en aldrei of heitt.
Fórum frá Barcelona og þaðan til Marseilles í Frakklandi og svo til Florence Italíu þaðan til Napoli. Svo var silgt til Mykanos og Santorini í Grikklandi og þaðan til Rómar þar sem ferðinn endaði.
Vorum svo í Sitges rétt hjá Barcelona í nokkra daga áður en við komum heim.
Thursday, July 03, 2008
Sumargrill juli 2008
Gunnar og Harpa buðu okkur í matarboð í gær ásamt Röggu og Guðbrandi.
Það var mjög gaman að hittast aftur eftir langt hlé. Líka var gaman að hitta Sigrúnu og Helenu, og Helena spilaði tvö lög á píanó fyrir okkur og var svo með nokkrar gátur.
Svo var maturinn nátturulega hápunktur kvöldsins, frábært sallat með beikoni, nautasteik og svo marseftirréttur.
Takk fyrir frábært kvöld.