Sunday, November 25, 2007

Frabær helgi




Jæja þá er enn ein helgin búin og tíminn líður alltaf hraðar og hraðar ( hvernig stendur á því ?)
Fórum á fyrirlestur hjá Guðjóni Bergman á fimmtudagskvöld um mátt fyrirgefningarinnar-heimsins fremsta læknig.
Það var mjög fróðlegt og gaman-það sem mér fannst standa upp úr er að fyrirgefning jafngildi hugarró,
og að fyrigefa sjálfum sér og öðrum er forsenda mannlegs þroska.
Vala, Ragga, Guðbrandur og Maggi komu með og var það til að gera punktinn yfir i-ið að hafa svona góðan félagsskap, fórum svo og keyptum okkur ís á eftir.
Svo fórum við upp í bústað að hafa það huggó og hlaða batteríin. Alltaf jafn gott að komast í sveitina. það var mjög fallegt verður og kalt.
Fór svo niður á stofu að þrífa og fékk Arnar og Cristjan í kaffi og spall á stofunni, mjög notalegt.
Frábær helgi á enda og skemmtileg vika að byrja.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home