Saturday, November 17, 2007

dagur 2

Í dag var farið í efnið streita og slökun. Flestir kannast við steitu en fáir vita akkurat hvað er sem veldur streitu, en þegar þú veist ekki hvað er að þá getur þú ekki lagað það.
Og jákvæð streita getur verið góð ef þú kannt að fara með hana.
Galdurinn við að eiga gott líf er að ná slökunn til að hlaða batteríin ( slökun og leti er ekki það sama).
Svo var farið í sjálfstraust og jákvæðni. Sjálfstraust er ekki flottur bíll, stórt hús, flottur maki, nám eða þessháttar. Því ef það hverfur þá er sjálfstraustið farið. Sjálfstraust er að treysta sjálfum sér. Varðandi jákvæðni þá er gott að gera sér grein fyrir veikjandi eða styrkjandi orðum(t.d ég verð að gera eitthvað eða ég vil gera eitthvað).
SJÁLFSTRAUST ER SUMMA HUGSANA OKKAR UM OKKUR SJÁLF
- DR. John Eliot

0 Comments:

Post a Comment

<< Home