Sunday, November 18, 2007

dagur 3

Við töluðum í dag um hinar sjö mannlegar þarfir, það er gott að hafa þær til hliðsjónar í daglegu lífi, því oft þegar við erum í ójafnvægi þá getum við fundið út hvað það er sem vantar upp á að uppfylla. Svo var kennt markmiðasetningar sem er sniðust og auðvelt ef maður notar það. Því allt það sem ég lærði um helgin gengur út frá að nota og æfa sig í, þannig að það verði hluti af lífinu. Því margir lesa sjálfshjálparbækur og falla í þann pitt að vera búinn að lesa og tileinka sér ekkert úr því. Það er ekki nóg að kunna allt um mataræði eða líkamsrægt, því ef maður æfir sig ekki og notar þekkinguna þá er ég á sama stað og engin framför. Svo var kennd hugleiðsla og talað um hvað hún er mikilvæg til að líða vel og fá aukna næmni á tilfiningum, líkamsástandi,einbeitingu,innsæi, orku og skilning.
Sem sagt frábært námskeið og skemmtileg helgi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home