Tuesday, November 27, 2007
Sunday, November 25, 2007
Frabær helgi
Jæja þá er enn ein helgin búin og tíminn líður alltaf hraðar og hraðar ( hvernig stendur á því ?)
Fórum á fyrirlestur hjá Guðjóni Bergman á fimmtudagskvöld um mátt fyrirgefningarinnar-heimsins fremsta læknig.
Það var mjög fróðlegt og gaman-það sem mér fannst standa upp úr er að fyrirgefning jafngildi hugarró,
og að fyrigefa sjálfum sér og öðrum er forsenda mannlegs þroska.
Vala, Ragga, Guðbrandur og Maggi komu með og var það til að gera punktinn yfir i-ið að hafa svona góðan félagsskap, fórum svo og keyptum okkur ís á eftir.
Svo fórum við upp í bústað að hafa það huggó og hlaða batteríin. Alltaf jafn gott að komast í sveitina. það var mjög fallegt verður og kalt.
Fór svo niður á stofu að þrífa og fékk Arnar og Cristjan í kaffi og spall á stofunni, mjög notalegt.
Frábær helgi á enda og skemmtileg vika að byrja.
Sunday, November 18, 2007
dagur 3
Við töluðum í dag um hinar sjö mannlegar þarfir, það er gott að hafa þær til hliðsjónar í daglegu lífi, því oft þegar við erum í ójafnvægi þá getum við fundið út hvað það er sem vantar upp á að uppfylla. Svo var kennt markmiðasetningar sem er sniðust og auðvelt ef maður notar það. Því allt það sem ég lærði um helgin gengur út frá að nota og æfa sig í, þannig að það verði hluti af lífinu. Því margir lesa sjálfshjálparbækur og falla í þann pitt að vera búinn að lesa og tileinka sér ekkert úr því. Það er ekki nóg að kunna allt um mataræði eða líkamsrægt, því ef maður æfir sig ekki og notar þekkinguna þá er ég á sama stað og engin framför. Svo var kennd hugleiðsla og talað um hvað hún er mikilvæg til að líða vel og fá aukna næmni á tilfiningum, líkamsástandi,einbeitingu,innsæi, orku og skilning.
Sem sagt frábært námskeið og skemmtileg helgi.
Sem sagt frábært námskeið og skemmtileg helgi.
Saturday, November 17, 2007
dagur 2
Í dag var farið í efnið streita og slökun. Flestir kannast við steitu en fáir vita akkurat hvað er sem veldur streitu, en þegar þú veist ekki hvað er að þá getur þú ekki lagað það.
Og jákvæð streita getur verið góð ef þú kannt að fara með hana.
Galdurinn við að eiga gott líf er að ná slökunn til að hlaða batteríin ( slökun og leti er ekki það sama).
Svo var farið í sjálfstraust og jákvæðni. Sjálfstraust er ekki flottur bíll, stórt hús, flottur maki, nám eða þessháttar. Því ef það hverfur þá er sjálfstraustið farið. Sjálfstraust er að treysta sjálfum sér. Varðandi jákvæðni þá er gott að gera sér grein fyrir veikjandi eða styrkjandi orðum(t.d ég verð að gera eitthvað eða ég vil gera eitthvað).
SJÁLFSTRAUST ER SUMMA HUGSANA OKKAR UM OKKUR SJÁLF
- DR. John Eliot
Og jákvæð streita getur verið góð ef þú kannt að fara með hana.
Galdurinn við að eiga gott líf er að ná slökunn til að hlaða batteríin ( slökun og leti er ekki það sama).
Svo var farið í sjálfstraust og jákvæðni. Sjálfstraust er ekki flottur bíll, stórt hús, flottur maki, nám eða þessháttar. Því ef það hverfur þá er sjálfstraustið farið. Sjálfstraust er að treysta sjálfum sér. Varðandi jákvæðni þá er gott að gera sér grein fyrir veikjandi eða styrkjandi orðum(t.d ég verð að gera eitthvað eða ég vil gera eitthvað).
SJÁLFSTRAUST ER SUMMA HUGSANA OKKAR UM OKKUR SJÁLF
- DR. John Eliot
NAMSKEIÐ
Í gær var talað um jákvæðni og neikvæðni, hvað það er mikilivægt að æfa sig í jákvæðni þegar vel gengur því þá er auðveldara að takast á þegar á móti blæs.
Einnig er merkilegt að þær fimm manneskjur sem þú umgengst mest þær móta þig mest, þannig að það er mikilvægt að velja sér félagskap sem byggir upp.
Svo orðatiltækið að GAGNRÝNA- ef það er notað á jákvæðan hátt þá er það að rýna í eitthvað til gagns.
Einnig er merkilegt að þær fimm manneskjur sem þú umgengst mest þær móta þig mest, þannig að það er mikilvægt að velja sér félagskap sem byggir upp.
Svo orðatiltækið að GAGNRÝNA- ef það er notað á jákvæðan hátt þá er það að rýna í eitthvað til gagns.
Thursday, November 15, 2007
ÞU ERT ÞAÐ SEM ÞU HUGSAR
Ég ætla að fara á námskeið um helgina hjá Guðjóni Bergman, námskeiðið heitir "Þú ert það sem þú hugsar".
Þetta er rosa spennandi og hlakka mig mjög mikið til, búinn að lesa bókina og hún er auðlesin og skilmerkileg.
þetta verður vonandi uppbyggileg helgi.
Þetta er rosa spennandi og hlakka mig mjög mikið til, búinn að lesa bókina og hún er auðlesin og skilmerkileg.
þetta verður vonandi uppbyggileg helgi.
Monday, November 12, 2007
Sunday, November 04, 2007
Myndakvold
Á fimmtudag milli 17-19 var mynda kvöld hja Italiu -hópnum. Ein úr hópnum var búinn að gera klukkutíma langan geisladisk með myndum og vídeó, mjög flott. En áður en frumsýningin var þá bauð hún upp á snittur og drykki og lifandi músik. það eru þrír strákar sem spila og syngja, þeir spiluðu bara Itölsk lög þetta kvöld. Þeir hafa gefið út CD og er hægt að nálgast hann á jrmusic.is.
Vel heppnað.