Sunday, June 17, 2007

Akureyri







Fórum til Akureyrar í þrjátíu ára stúdentsafmælið hans Magga.
Á föstudaginn var farið í ferð inn á Mývatn og í ratleik í Dimmuborgum, skipt var upp í sex hópa og fékk hver hópur sitt höfuðfat til að þekkjast í sundur.
Svo var farið í gjánna þar sem var hádegismatur undir berum himni.
Þaðan var haldið í jarðböðin á Mývatni og skellt sér í bleyti og fengum við færðan drykk út í lónið.
Þegar allir voru komnir uppúr þá var haldið í Sveinbjarnagerði sem er gengt Akureyri og þar var hin glæsilegasta veisla.
Þegar allir voru orðnir saddir þá var haldið á stað inn á Akureyi og við komum okkur bara í háttinn en margir fóru í bæinn og héldu áfram að skemmta sér.
Á laugardeginnum var haldið partý fyrir árganginn og svo var glæsileg veisla í höllinni þar sem allir afmælisárgangar mæta, þar var matur, skemmtiatriði, söngsalur, ræður og svo ball á eftir með hljómsveitinni í Svörtum fötum.
Einnig kíktum við í bæinn á laugardeginum og fylgdumst með kvennahlaupinu og kiktum á mannlífið.
Einstaklega skemmtilegir dagar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home