Monday, June 04, 2007

Tenerife










Fórum til Tenerife, ég í þriðju ferðina á einu ári, geri aðrir betur.
Gistum á Bahia del Duque sem er á Adeja ströndinni og er sama hótel og ég og Vala vorum á í haust.
Vorum óheppnir með herbergi þegar við komum en gátum breytt eftir fjóra daga og fórum þá í gott herbergi og meira dekur, er þetta einn angi af Bahia del Duque sem heytir Casas Ducales.
Vorum mest í garðinum hjá hótelinu sem er eins og ævintýragarður, fallegur gróður og mikið dýralíf.
Vöknuðum á hverjum morgni um 7.00 og fórum út að skokka og í gymið áður en við fórum í glæsilegan morgunmat og kampavín og alles.
Fórum þrisvar inn á Las Amricans ströndina þar sem eru búðir og fínir resturantar, við fórum þrisvar á sama staðin þar sem er hægt að fá geggjað sushi, hann heitir Slowboat.
Flugum heim seint um kvöld og lentum hér heima 5.00 um morgunin, þannig að þetta var mjög strembið ferðalag, þannig að það sannaðist að ég er ekki hrifin af næturflugi.
En morgunin sem við komum heim var sól og 17 stiga hiti og notuðum við daginn til að undirbúa grill fyrir Hvíta húsið, sem tókst mjög vel, 70 manns í mat. Sem sagt gott frí.

3 Comments:

Blogger Guðbjörg said...

VÁÁ! þið eruð svo miklir kroppar. Ég á bara ekki til orð og hef þó alltaf fundist þið flottir!
Ég fæ bara svona "flashback" og gæti alveg hugsað mér að við mæðgur færum strax á morgun.

2:40 PM  
Blogger gunnarasg said...

takk fyrir það.
GÁ.

11:30 PM  
Blogger Ragga said...

Virðist líka mjög heimilislegt með dýrin röltandi eftir stígunum :-) Rosa flott!

4:23 AM  

Post a Comment

<< Home