Matarboð 26 april.
Fengum Elísabetu og Grétar,Guggu og Auði litlu og auðvita Völu í mat á fimmtudag.
Rosa gaman. Eldaði kjúklingarétt sem er alveg æði og fljótlegur og það sem kemur mest að óvart er hvað það passar vel að hafa banana niðurskorna með.
Læt uppskriftina fylgja með.
Kjúklingaréttur.
Kjúklingur
Svartur pipar
Karrí
Matreiðslurjómi
Sweet mango chutney
Kjúklingur skorinn í ræmur og steiktur á pönnu.
Þegar búið er að loka honum þá setja pipar og karrí á hann og setja hann svo í eldfast mót.
Setja Sweet mango Chutney og matreiðslurjóma á pönnuna og hita upp, hella því svo yfir kjúklinginn í eldfasta mótinu og baka í 40 mín.
Með þessu er borið fram bananar og hrísgrjón.
Sósa sem er höfð með.
Majones
Sýrður rjómi
Garlic pepper
Þessu blandað saman og smakkað til.
1 Comments:
Já, ég get fyllilega mælt með þessum kjuklingarétti, fór eimitt á síðuna hjá Gunna til að ná í uppskriftina því að þessi réttur á að vera í matinn hjá mér í kvöld
Elísabet
Post a Comment
<< Home