Thursday, May 20, 2010

Hrökkbrauð

geggjað hrökkbrauð frá Laufeyju Jóhanns

1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl haframjöl (má vera 1/2 dl þá er það stökkara)
3 dl hveiti( ég nótaði boghveiti/það er glúteinlaust)
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1/2 dl olía
2 dl vatn
1-2 msk kúmen (má sleppa)

Allt sett í skál og hrært saman

sett á smjörpappír, gott að setja plastpoka yfir og fletja svo út með kefli

bakað í ca 15-18 mín við 200 gráður.

Ég skar það með pizza skerara í sneiðar.

Sunday, May 16, 2010

Aska í sumarbústaðnum.

Fórum upp í bústað að kikja á öskuna sem hafði komið, þurftum að spúla allan bústaðinn hátt og lágt, mjög óþægilegt að vera þarna, ryk út um allt.
Undir pallinum var þröstur búinn að gera hreiður og var alveg í skjóli fyrir öskunni.
Flúðum í bæinn og fengum fjölskylduna á Sunnuflöt til okkar í mat.






Friday, May 14, 2010

Hvítt te,grænt te og svart te.

Allt jurtateið er koffeinlaust.

Hvítt te - inniheldur einnig koffein en minna en grænt te

Hvítt te er það nýjasta hér á vesturlöndum í tei, en hefur lengi verið þekkt í Kína eða í meira en 1500 ár. Það er þrisvar sinnum öflugra en grænt te hvað varðar andoxunaráhrif þess. Það styrkir ónæmiskerfi líkamans og hamlar sýkingum. Einnig hefur það hreinsandi áhrif.



Almennt um jurtate - Blaðate er best að drekka á morgnana og fyrri part dags því þau eru vekjandi. Blómate eru best á kvöldin því þau eru róandi og slakandi.



Svart te, grænt te og hvítt te eru allt te af sama terunnanum á latínu heitir hann “Camellia Sinensis”. Það inniheldur koffein. Mismunurinn felst í því hvaða hluti runnans er notaður og hvernig teið er unnið. Bestu og dýrustu laufin fara í hvíta teið sem er talið hollast og innihalda langmest af andoxunarefnum.

Thursday, May 13, 2010

Græðlingunum umpottað

Blómkál, brokkoli og sumarblóm fengu meira pláss í dag.

Afmæli hjá Ásgeiri Péturssyni

Fjölskyldan í Klausturhvammi hélt upp á afmælið hans Ásgeirs en hann á afmæli 17. maí.


Uppstigningardagur

Gengum á Esjuna í dag upp að Steini, gaman að koma sér í smá gönguform.
Hittum svo Röggu, Guðbrand, Grímu og Mirru á leiðinni niður.







Saturday, May 08, 2010

Geitarskeggið í maí

Svona lítur geitarskeggið út 4. Maí. Ætla að fylgjast með því hvað það stækkar fljótt.
mynd no. 2 er tekinn 17. maí. Þriðja myndin er tekin 22. maí. Fjórða myndin er tekin 3. júni.





Kaffiboð

Mamma og Dóra komu í heimsókn í gær, mikið spjallað og stúterað.

Sunday, May 02, 2010

Aska úr gosinu


Við kiktum upp í bústað til að athuga aðstæður, þar var allt í góðu en smá slikja af ösku yfir pallinum. Í nótt sást vel í gosið og var mjög fallegt að sjá rautt hraunið spýtast upp í loft og mikill rauður bjarmi allt í kring.



Saturday, May 01, 2010

London April

Fórum til London í helgarferð sem endaði í vikuferð vegna þess að við urðum gosfastir.
Frábært verður og notalegt að vera þarna. Þurfti að láta mig hafa það að borða sushi og fá mér smá hvítvín með en maður getur vanist öllu. Fórum svo á Priscillu í eitt skipti enn og ekki klikkaði það frekar en vanalega. Fórum svo nokkrum sinnum á Henrys í nachos og stellu, fastir liðir eins og vanalega. Fórum líka á markað á Duke of York Square á laugardeginum þar sem allt er heimagert og mikið lífrænt og hollusta í fyrirrúmi.
Hittum Arnar og Kristjan í keflavík og voru þeir á leið til NY, gaman að hitta þá aðeins.