Friday, April 02, 2010

Föstudagurinn Langi

Fengum Guggu, Auði og Hrafnhildi í kaffi í dag í blíðskaparveðri.
Ég var búinn að baka Snikkersköku sem er alveg æði.

> Snikkerskaka.
>
> 5 egg
> 4 dl puðursykur
> 1/2 l rjómi
> 3-4 snikkers (helmingur á milli og helmingur í karmellu)
> 3 msk flórsykur
> 50-60 gr smjör.
>
> Marengs.
>
> Skiljið eggjahvíturnar frá rauðunum og geymið rauðunar. Þeytið
> hvíturnar og púðursykurinn saman þannig að verið stíft og slétt.
> Skiptið í tvö form og bakið við 130 gráður í 60 mín. Það getur
> verið munur á milli ofna þannig að það þarf alltaf að fylgjast vel
> með botninum á meðan þeir bakast.
>
> Á milli.
>
> þreytið rjóman, brytjið 1 1/2 snikkers smátt og blandið saman við
> rjómann, leggið botnana saman með rjómanum á milli.
>
> Karmellan ofan á
>
> Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn saman. Bræðið smjörið og 1
> 1/2 snikkers saman í potti og kælið aðeins og þeytið svo saman við
> sykur og eggjahræruna
> Kælið karmelluna með því að hræra vel í henni og jafnvel setja hana
> í smá stund í kæli svo hún leki ekki öll niður á diskinn, setjið
> ofan á tertuna.



0 Comments:

Post a Comment

<< Home