Hamingjan
Það er grein í Sunnudagsmogganum 14. mars við Tal Ben- Shahar sem gaf út bók sem heitir Meiri hamingja, mjög skemmtileg grein.
Þar segir hann að "fólk verði ekki hamingjusamt vegna þess að það nær árangri heldur þvert á móti, það nær árangri vegna þess að það er hamingjusamt og svo segir hann að það skiptir meginmáli og færir fólki raunverulega hamingju er að eiga góðar stundir með þeim sem því þykir vænst um". Ben - Shahar undirstrikar orðin góðar stundir, ekki sé nóg að vera með viðkomandi heldur eigi ekki að tala í símann eða kikja á póstinn í tölvunni á meðan! Við eigum líka að vera þakklát fyrir það sem við höfum, ekki að átta okkur á mikilvægi þess loks þegar einhver veikist eða fellur jafnvel frá.
Svo segir hann að ég gleðst vissulega um stundarsakir ef ég fæ launahækkun en sú gleði varir ekki lengi. Ég verð fljótt kominn í sama farið, hafi ég verið óánægður áður en að launahækkuninni kom verð ég það fljótlega aftur.
Í sama blaði er viðtal við Pál Óskar og hann endar greinina á því að segja "Hamingjan er ákvörðun. Eymd er valkostur. Manneskjan á alltaf val."
Fannat þetta svo uppörvandi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home