Ganga og brunch hjá Völu.
Vala, Ragga, Guðbrandur, Dagur og við Maggi fórum í göngu og svo í kaffi til Völu á eftir.
Gaman að hittast og vera saman.
Vala var búinn að undurbúa svo gott með kaffinu, baka brauð og bollur og frábæra súkkulaði köku sem fékk á cafesigrun.is og kakan heitur súkkulaðikaka Lísu.
Nói og Nökkvi fengu lifrapylsu.
Svona eiga sunnudagar að vera.
Franska súkkulaðikakan hennar Lísu
* 2 dl hrásykur (ekki nota of grófan) [ég notaði 1,5 dl af rapadura hrásykri og kakan var mjög sæt og fín]
* 2 egg (bara nota aðra eggjarauðuna)
* [4 msk cashewhnetur og 4 msk kókosolía] EÐA 6 msk kókosolía
* 1 1/4 dl spelti
* 4 msk kakó (kaupið endilega lífrænt framleitt og helst fair trade)
* 1 tsk vanilludropar eða vanillusykur úr heilsubúð
* 1/4 tsk salt [ég notaði Himalaya]
* 1 tsk vínsteinslyftiduft
* 10 döðlur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
* 1 dl cashewhnetur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
* Ögn af muldum valhnetum [ok að sleppa en gefur afar gott bragð]
* 20 gr dökkt (70%), lífrænt framleitt súkkulaði með hrásykri, saxað fínt [má sleppa]
Aðferð:
* Ef þið ætlið að gera cashewhmaukið blandið þá fyrst 4 msk af cashewhnetum í matvinnsluvél. Blandið á fullum hraða í heila mínútu. Bætið 4 msk af olíunni matskeið fyrir matskeið út í. Blandið vel og setjið cashewmaukið svo til hliðar. Ef þið notið ekki cashewmaukið (og notið frekar 6 msk af kókosolíu) sleppið þið þessu stigi.
* Hellið vatninu af döðlunum og cashewhnetunum.
* Setjið döðlurnar og cashewhneturnar í matvinnsluvélina. Vinnið vel.
* Hrærið hrásykur og egg með gaffli, setjið svo cashewhnetumaukið (með kókosolíunni) og vanilludropana saman við og hrærið uns allt blandast vel.
* Blandið þurrefnum saman [sigtið kakóið út í speltið] og setjið svo út í hrásykursblönduna. Hrærið rólega saman með sleif.
* Setjið möluðu döðlurnar og cashewhneturnar út í og hrærið vel.
* Stráið svo ögn af muldum valhnetum út í og saxaða súkkulaðinu.
* Smyrjið hringlaga form (passið að þvermálið sé ekki meira en 23 cm) með kókosolíu [ég nota bökunarpappír] og bakið við 180° C í 12-15 mínútur. Gætið þess að baka EKKI kökuna of lengi.
* Takið kökuna strax úr ofninum og leyfið henni að kólna aðeins.
* Nota má möndlumauk eða heslihnetumauk í staðinn fyrir cashewhnetumauk.
* Hægt er að kaupa alls kyns hnetumauk í heilsubúðum en ódýrara er að búa það til sjálfur. Það má gera með því að mala hneturnar afar fínt í matvinnsluvél og bæta 1 msk af kókosolíu á hver 100 gr sem möluð eru. Maukið geymist í lokaðri krukku í ísskáp í nokkrar vikur.
Gaman að hittast og vera saman.
Vala var búinn að undurbúa svo gott með kaffinu, baka brauð og bollur og frábæra súkkulaði köku sem fékk á cafesigrun.is og kakan heitur súkkulaðikaka Lísu.
Nói og Nökkvi fengu lifrapylsu.
Svona eiga sunnudagar að vera.
Franska súkkulaðikakan hennar Lísu
* 2 dl hrásykur (ekki nota of grófan) [ég notaði 1,5 dl af rapadura hrásykri og kakan var mjög sæt og fín]
* 2 egg (bara nota aðra eggjarauðuna)
* [4 msk cashewhnetur og 4 msk kókosolía] EÐA 6 msk kókosolía
* 1 1/4 dl spelti
* 4 msk kakó (kaupið endilega lífrænt framleitt og helst fair trade)
* 1 tsk vanilludropar eða vanillusykur úr heilsubúð
* 1/4 tsk salt [ég notaði Himalaya]
* 1 tsk vínsteinslyftiduft
* 10 döðlur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
* 1 dl cashewhnetur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
* Ögn af muldum valhnetum [ok að sleppa en gefur afar gott bragð]
* 20 gr dökkt (70%), lífrænt framleitt súkkulaði með hrásykri, saxað fínt [má sleppa]
Aðferð:
* Ef þið ætlið að gera cashewhmaukið blandið þá fyrst 4 msk af cashewhnetum í matvinnsluvél. Blandið á fullum hraða í heila mínútu. Bætið 4 msk af olíunni matskeið fyrir matskeið út í. Blandið vel og setjið cashewmaukið svo til hliðar. Ef þið notið ekki cashewmaukið (og notið frekar 6 msk af kókosolíu) sleppið þið þessu stigi.
* Hellið vatninu af döðlunum og cashewhnetunum.
* Setjið döðlurnar og cashewhneturnar í matvinnsluvélina. Vinnið vel.
* Hrærið hrásykur og egg með gaffli, setjið svo cashewhnetumaukið (með kókosolíunni) og vanilludropana saman við og hrærið uns allt blandast vel.
* Blandið þurrefnum saman [sigtið kakóið út í speltið] og setjið svo út í hrásykursblönduna. Hrærið rólega saman með sleif.
* Setjið möluðu döðlurnar og cashewhneturnar út í og hrærið vel.
* Stráið svo ögn af muldum valhnetum út í og saxaða súkkulaðinu.
* Smyrjið hringlaga form (passið að þvermálið sé ekki meira en 23 cm) með kókosolíu [ég nota bökunarpappír] og bakið við 180° C í 12-15 mínútur. Gætið þess að baka EKKI kökuna of lengi.
* Takið kökuna strax úr ofninum og leyfið henni að kólna aðeins.
* Nota má möndlumauk eða heslihnetumauk í staðinn fyrir cashewhnetumauk.
* Hægt er að kaupa alls kyns hnetumauk í heilsubúðum en ódýrara er að búa það til sjálfur. Það má gera með því að mala hneturnar afar fínt í matvinnsluvél og bæta 1 msk af kókosolíu á hver 100 gr sem möluð eru. Maukið geymist í lokaðri krukku í ísskáp í nokkrar vikur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home