Saturday, March 20, 2010

Hugleiðsla

Fékk þetta sent frá Auði í morgun, gott að hafa þetta alltaf í huga.

Hugleiðsla
Öll hugleiðsla leitast meira eða minna við að kyrra hugann og dýpka meðvitun. Þegar hægist á huganum þá erum við betur tengd við allt. í fyrsta lagi tengd við okkur sjálf og 3ja augað sem tengir okkur við innsæið og alheimsorkuna. Og þaðan verður öll hlustun á aðra og lífið sjálft betri og líf okkar allt ríkara.

Mantra þýðir frelsi hugans, það er ein leið, möntrurnar hafa innihald í textanum, meiningunni en tónunin hefur líka áhrif á orkustöðvar og orkubrautir. Stundum eru kundalini hugleiðslurnar með úthaldsstöðum eða handhreyfingum, sem hafa áhrif á svo margt, heilann, hjartað, orkuna, innkirtla og taugakerfið kerfið etc.

Öndun - Það að fókusera á andardráttinn er líka leið að hvíla hugann, þetta eilífa skvaldur. Í jóga lærum við að þjálfa hugann til að vera þjónninn okkar en við ekki þrælar hans. Það er eins og að setja ofvirka hugann í aftursætið og innsæi og innri og æðri tenging fær rými í framsætinu. Hugurinn er alltaf að. Ef við ekki höfum áhrif á hann þá tekur hann yfir. Það er sagt að við hugsum 60-70 þús hugsanir á dag en oftast þær sömu. Kyrrlátur hugur er skapandi hugur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home