Saturday, March 27, 2010
Sunday, March 21, 2010
Hálfum sólahring fyrir gos
Ég tók þessar myndir í hádeginu í gær á leið heim úr bústaðnum, þá hálfum sólahring áður en gosið varð í Fimmvörðuhálsi. Það var hringt í okkur frá almannavörnum kl. eitt eftir miðnætti til að segja okkur að fara frá bústaðnum vegna gossins en svolítið einkennileg að hringja í heimasímann á símsvarann, það hefði ekki gagnast okkur neitt hefðum við verið upp í bústað.
Saturday, March 20, 2010
Hugleiðsla
Fékk þetta sent frá Auði í morgun, gott að hafa þetta alltaf í huga.
Hugleiðsla
Öll hugleiðsla leitast meira eða minna við að kyrra hugann og dýpka meðvitun. Þegar hægist á huganum þá erum við betur tengd við allt. í fyrsta lagi tengd við okkur sjálf og 3ja augað sem tengir okkur við innsæið og alheimsorkuna. Og þaðan verður öll hlustun á aðra og lífið sjálft betri og líf okkar allt ríkara.
Mantra þýðir frelsi hugans, það er ein leið, möntrurnar hafa innihald í textanum, meiningunni en tónunin hefur líka áhrif á orkustöðvar og orkubrautir. Stundum eru kundalini hugleiðslurnar með úthaldsstöðum eða handhreyfingum, sem hafa áhrif á svo margt, heilann, hjartað, orkuna, innkirtla og taugakerfið kerfið etc.
Öndun - Það að fókusera á andardráttinn er líka leið að hvíla hugann, þetta eilífa skvaldur. Í jóga lærum við að þjálfa hugann til að vera þjónninn okkar en við ekki þrælar hans. Það er eins og að setja ofvirka hugann í aftursætið og innsæi og innri og æðri tenging fær rými í framsætinu. Hugurinn er alltaf að. Ef við ekki höfum áhrif á hann þá tekur hann yfir. Það er sagt að við hugsum 60-70 þús hugsanir á dag en oftast þær sömu. Kyrrlátur hugur er skapandi hugur.
Hugleiðsla
Öll hugleiðsla leitast meira eða minna við að kyrra hugann og dýpka meðvitun. Þegar hægist á huganum þá erum við betur tengd við allt. í fyrsta lagi tengd við okkur sjálf og 3ja augað sem tengir okkur við innsæið og alheimsorkuna. Og þaðan verður öll hlustun á aðra og lífið sjálft betri og líf okkar allt ríkara.
Mantra þýðir frelsi hugans, það er ein leið, möntrurnar hafa innihald í textanum, meiningunni en tónunin hefur líka áhrif á orkustöðvar og orkubrautir. Stundum eru kundalini hugleiðslurnar með úthaldsstöðum eða handhreyfingum, sem hafa áhrif á svo margt, heilann, hjartað, orkuna, innkirtla og taugakerfið kerfið etc.
Öndun - Það að fókusera á andardráttinn er líka leið að hvíla hugann, þetta eilífa skvaldur. Í jóga lærum við að þjálfa hugann til að vera þjónninn okkar en við ekki þrælar hans. Það er eins og að setja ofvirka hugann í aftursætið og innsæi og innri og æðri tenging fær rými í framsætinu. Hugurinn er alltaf að. Ef við ekki höfum áhrif á hann þá tekur hann yfir. Það er sagt að við hugsum 60-70 þús hugsanir á dag en oftast þær sömu. Kyrrlátur hugur er skapandi hugur.
Friday, March 19, 2010
Hamingjan
Það er grein í Sunnudagsmogganum 14. mars við Tal Ben- Shahar sem gaf út bók sem heitir Meiri hamingja, mjög skemmtileg grein.
Þar segir hann að "fólk verði ekki hamingjusamt vegna þess að það nær árangri heldur þvert á móti, það nær árangri vegna þess að það er hamingjusamt og svo segir hann að það skiptir meginmáli og færir fólki raunverulega hamingju er að eiga góðar stundir með þeim sem því þykir vænst um". Ben - Shahar undirstrikar orðin góðar stundir, ekki sé nóg að vera með viðkomandi heldur eigi ekki að tala í símann eða kikja á póstinn í tölvunni á meðan! Við eigum líka að vera þakklát fyrir það sem við höfum, ekki að átta okkur á mikilvægi þess loks þegar einhver veikist eða fellur jafnvel frá.
Svo segir hann að ég gleðst vissulega um stundarsakir ef ég fæ launahækkun en sú gleði varir ekki lengi. Ég verð fljótt kominn í sama farið, hafi ég verið óánægður áður en að launahækkuninni kom verð ég það fljótlega aftur.
Í sama blaði er viðtal við Pál Óskar og hann endar greinina á því að segja "Hamingjan er ákvörðun. Eymd er valkostur. Manneskjan á alltaf val."
Fannat þetta svo uppörvandi.
Sunday, March 14, 2010
Friday, March 12, 2010
Óla Heiða kom í mat
Óla Heiða kom í mat til okkar á sunnudag. Gaman að hitta hana og spjalla, hún er í yoganámi hjá Guðjóni Bergman og í kennaraháskólanum í endurmenntun.
Hún var að hvetja okkur að koma til Eyja í sumar því nú er enginn afsökun því það verður hægt að fara frá Bakka til Eyja á minna en 30 mín og hægt að taka bílinn með.
Hún var að hvetja okkur að koma til Eyja í sumar því nú er enginn afsökun því það verður hægt að fara frá Bakka til Eyja á minna en 30 mín og hægt að taka bílinn með.
Sunday, March 07, 2010
Ganga og brunch hjá Völu.
Vala, Ragga, Guðbrandur, Dagur og við Maggi fórum í göngu og svo í kaffi til Völu á eftir.
Gaman að hittast og vera saman.
Vala var búinn að undurbúa svo gott með kaffinu, baka brauð og bollur og frábæra súkkulaði köku sem fékk á cafesigrun.is og kakan heitur súkkulaðikaka Lísu.
Nói og Nökkvi fengu lifrapylsu.
Svona eiga sunnudagar að vera.
Franska súkkulaðikakan hennar Lísu
* 2 dl hrásykur (ekki nota of grófan) [ég notaði 1,5 dl af rapadura hrásykri og kakan var mjög sæt og fín]
* 2 egg (bara nota aðra eggjarauðuna)
* [4 msk cashewhnetur og 4 msk kókosolía] EÐA 6 msk kókosolía
* 1 1/4 dl spelti
* 4 msk kakó (kaupið endilega lífrænt framleitt og helst fair trade)
* 1 tsk vanilludropar eða vanillusykur úr heilsubúð
* 1/4 tsk salt [ég notaði Himalaya]
* 1 tsk vínsteinslyftiduft
* 10 döðlur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
* 1 dl cashewhnetur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
* Ögn af muldum valhnetum [ok að sleppa en gefur afar gott bragð]
* 20 gr dökkt (70%), lífrænt framleitt súkkulaði með hrásykri, saxað fínt [má sleppa]
Aðferð:
* Ef þið ætlið að gera cashewhmaukið blandið þá fyrst 4 msk af cashewhnetum í matvinnsluvél. Blandið á fullum hraða í heila mínútu. Bætið 4 msk af olíunni matskeið fyrir matskeið út í. Blandið vel og setjið cashewmaukið svo til hliðar. Ef þið notið ekki cashewmaukið (og notið frekar 6 msk af kókosolíu) sleppið þið þessu stigi.
* Hellið vatninu af döðlunum og cashewhnetunum.
* Setjið döðlurnar og cashewhneturnar í matvinnsluvélina. Vinnið vel.
* Hrærið hrásykur og egg með gaffli, setjið svo cashewhnetumaukið (með kókosolíunni) og vanilludropana saman við og hrærið uns allt blandast vel.
* Blandið þurrefnum saman [sigtið kakóið út í speltið] og setjið svo út í hrásykursblönduna. Hrærið rólega saman með sleif.
* Setjið möluðu döðlurnar og cashewhneturnar út í og hrærið vel.
* Stráið svo ögn af muldum valhnetum út í og saxaða súkkulaðinu.
* Smyrjið hringlaga form (passið að þvermálið sé ekki meira en 23 cm) með kókosolíu [ég nota bökunarpappír] og bakið við 180° C í 12-15 mínútur. Gætið þess að baka EKKI kökuna of lengi.
* Takið kökuna strax úr ofninum og leyfið henni að kólna aðeins.
* Nota má möndlumauk eða heslihnetumauk í staðinn fyrir cashewhnetumauk.
* Hægt er að kaupa alls kyns hnetumauk í heilsubúðum en ódýrara er að búa það til sjálfur. Það má gera með því að mala hneturnar afar fínt í matvinnsluvél og bæta 1 msk af kókosolíu á hver 100 gr sem möluð eru. Maukið geymist í lokaðri krukku í ísskáp í nokkrar vikur.
Gaman að hittast og vera saman.
Vala var búinn að undurbúa svo gott með kaffinu, baka brauð og bollur og frábæra súkkulaði köku sem fékk á cafesigrun.is og kakan heitur súkkulaðikaka Lísu.
Nói og Nökkvi fengu lifrapylsu.
Svona eiga sunnudagar að vera.
Franska súkkulaðikakan hennar Lísu
* 2 dl hrásykur (ekki nota of grófan) [ég notaði 1,5 dl af rapadura hrásykri og kakan var mjög sæt og fín]
* 2 egg (bara nota aðra eggjarauðuna)
* [4 msk cashewhnetur og 4 msk kókosolía] EÐA 6 msk kókosolía
* 1 1/4 dl spelti
* 4 msk kakó (kaupið endilega lífrænt framleitt og helst fair trade)
* 1 tsk vanilludropar eða vanillusykur úr heilsubúð
* 1/4 tsk salt [ég notaði Himalaya]
* 1 tsk vínsteinslyftiduft
* 10 döðlur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
* 1 dl cashewhnetur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
* Ögn af muldum valhnetum [ok að sleppa en gefur afar gott bragð]
* 20 gr dökkt (70%), lífrænt framleitt súkkulaði með hrásykri, saxað fínt [má sleppa]
Aðferð:
* Ef þið ætlið að gera cashewhmaukið blandið þá fyrst 4 msk af cashewhnetum í matvinnsluvél. Blandið á fullum hraða í heila mínútu. Bætið 4 msk af olíunni matskeið fyrir matskeið út í. Blandið vel og setjið cashewmaukið svo til hliðar. Ef þið notið ekki cashewmaukið (og notið frekar 6 msk af kókosolíu) sleppið þið þessu stigi.
* Hellið vatninu af döðlunum og cashewhnetunum.
* Setjið döðlurnar og cashewhneturnar í matvinnsluvélina. Vinnið vel.
* Hrærið hrásykur og egg með gaffli, setjið svo cashewhnetumaukið (með kókosolíunni) og vanilludropana saman við og hrærið uns allt blandast vel.
* Blandið þurrefnum saman [sigtið kakóið út í speltið] og setjið svo út í hrásykursblönduna. Hrærið rólega saman með sleif.
* Setjið möluðu döðlurnar og cashewhneturnar út í og hrærið vel.
* Stráið svo ögn af muldum valhnetum út í og saxaða súkkulaðinu.
* Smyrjið hringlaga form (passið að þvermálið sé ekki meira en 23 cm) með kókosolíu [ég nota bökunarpappír] og bakið við 180° C í 12-15 mínútur. Gætið þess að baka EKKI kökuna of lengi.
* Takið kökuna strax úr ofninum og leyfið henni að kólna aðeins.
* Nota má möndlumauk eða heslihnetumauk í staðinn fyrir cashewhnetumauk.
* Hægt er að kaupa alls kyns hnetumauk í heilsubúðum en ódýrara er að búa það til sjálfur. Það má gera með því að mala hneturnar afar fínt í matvinnsluvél og bæta 1 msk af kókosolíu á hver 100 gr sem möluð eru. Maukið geymist í lokaðri krukku í ísskáp í nokkrar vikur.
Boð til Arnars og Christians
Fórum í matarboð til Arnars og Christians eftir að við fórum á Ímark þar sem Hvíta húsið fékk tvo lúðra.
Við fengum æðislegan mat hjá strákunum, múslinga súpu sem sló algerlega í gegn með brauði sem fæst í Sandholt og er látið hefa sig í 6 tíma, flott og gott.
Svo fengum við tvo deserta, Creme Brule og marengs rétt, báðir alveg æði. Lísa var svo sæt og góð. Mjög fínt kvöld.
Við fengum æðislegan mat hjá strákunum, múslinga súpu sem sló algerlega í gegn með brauði sem fæst í Sandholt og er látið hefa sig í 6 tíma, flott og gott.
Svo fengum við tvo deserta, Creme Brule og marengs rétt, báðir alveg æði. Lísa var svo sæt og góð. Mjög fínt kvöld.