Thursday, August 13, 2009

Gaman í sumó

Er búinn að vera alla þessa viku í bústaðnum og búið að vera alveg yndislegt.
Fann berjasvæði hér fyrir ofan bústaðinn og er búinn að týna c.a tvö kiló.
Fer í sund á hverjum degi, þarf að vinna upp sjö vikur sem ég var með gifsið og komst ekkert í sund, fer svo í góða göngu inn á Hvolsvelli og skoða mannlíðið og garðana. Gott að vakna snemma og hugleiða í kyrðinni hér, ekkert nema fuglasöngurinn sem heyrist.
Búinn að baka brauð tvisvar og heppnaðist seinna brauðið rosa vel.





0 Comments:

Post a Comment

<< Home