Thursday, July 30, 2009

Nökkvi í aðgerð

Nökkvi fór í aðgerð í gær þar sem fitukirtill var tekinn úr bakinu á honum.
Hann var hálf aumur þegar hann kom heim og með skerm í þokkabót sem gerði honum lífið leitt, svaf illa og átti erfitt með að koma sér fyrir. En er allur að braggast í dag og vonandi líður tíminn hratt svo að hann losni fljótt við skerminn sem hann þarf að vera með í allavega fimm daga.

London júlí 2009





Fórum til London í nokkra daga, mjög gaman og gott.
Veðrið var ljómandi gott en komu stöku skúrir en hiti alltaf yfir 20 gráðum.
Lásum að sumarið hafi ekki verið neitt sérstakt og einn sagði að þetta væri gott sumar ef maður væri epli, því það væri kjörið loftslag fyrir eplaræktun.
Fórum á nýja staði, þar sem við vorum búnir að fá upplýsingar um hjá mágkonu Magga t.d Thames path, Kanala upp við Paddington (Little Venice) og að sjáfsögðu Henrys Pub á Kings Road.




Tuesday, July 21, 2009

Sólar Kundalini tími

Fór í yoga áðan og Auður hafði tíman úti á túni beint á móti Lotus-yogasetrinu.
Geggjað að gera yoga úti, gaman að Þóra Jenný vinkona var í tímanum og henni fannst geggað eins og mér.





Sunday, July 19, 2009

Arnar, Kristjan og Lisa.

Fengum Arnar, Kristjan og Lísu í heimsókn og borðuðum saman. Gaman að hittst og spjalla.
Nökkvi var mjög spenntur fyrir Lísu og þeim kom öllum vel saman.


þórsmörk í júlí

Fórum í dagsferð í Þórsmörk, tilgangurinn var að taka á móti Röggu Grétars þegar hún kæmi úr Laugavegshlaupinu, en þegar við vorum komnir í Langadal og ætluðum að labba yfir í Húsadal þá kom þvílík demba að við settumst þar niður og borðuðum nestið og ætluðum að bíða af okkur mestu rigninguna, en það stytti bara ekki upp heldur jókst þannig að við gáfumst upp og snerum við heim. En á leiðinni heim þá hittum við Pétur bróðir og Hennu og systkinni hennar og fjölskildur þeirra og voru þau á leið í dagsferð í þórsmörk. Gaman að hitta þau, hef ekki séð sum af þeim í mörg ár.





Nínulundur

Komum hér á föstudag og fórum í göngu í Nínulund.
Fyrsta jarðaberja uppskeran er komin í hús, bestu jarðaber í heimi.





Tuesday, July 14, 2009

Klettasallat og sallat úr garðinum.

Maggi bjó til glúteinlausa pissu, rosa góða og girnilega.
Svo erum við byrjaðir að borða grænmetið úr garðinum sem er mjög gaman og gott.


Helgin 10-12. júlí

Vorum um helgina upp í bústað í góðu veðri.
Guðjón og Sigrún komu við í kaffi á leið heim úr Álftavatni.
Fórum svo í göngu í Tumastaðaskóg þar sem er alltaf gaman að koma.



Sunday, July 12, 2009

Sumar í sveit

Það er búið að vera svo rosalega gott veður að það hefur varla farið niður fyrir 20 gráðurnar. Gróðurinn er svo fallegur og mikill og alltaf að verða meiri og meiri. Svo er frábært að slaka á í sólinni og lesa.





Thursday, July 09, 2009

Dímon í júli.

Fórum í göngu upp á Dímon í gær í mjög góðu veðri og útsýnið stórkostlegt. Það voru komin krækiber, þónokkuð þroskuð.





Wednesday, July 08, 2009

Sumó






Fórum í smá göngu í gær í góðu veðri, frábært útsýni og gaman að vera saman með hundana úti í nátturinni. Strákarnir voru svo skítugir að þeir þurftu að fara í fótabað.

Sunday, July 05, 2009

Flott Geitarskegg



Saturday, July 04, 2009

Sól og sumar í Garðabæ.




Setti niður sumarblóm í potta á pallinum, mjög fallegt í þessu líka góða veðri.

Gerlaust, sykurlaust og (gluteinlaust) brauð.

Rosa gott brauð sem ég fékk frá Laufey Jóhansdóttir.

12 BOLLA UPPSKRIFT (passar í 3 brauðform).

6 bollar heilhveiti
2 bolllar musli
2 bollar sólblómafræ
1 bolli hörfræ
1 bolli haframjöl
8 tsk lyftiduft
1 l AB mjólk
5-6 dl vatn
2 tsk salt

Þetta er stór uppskrift (hægt að minnka hana), sett í 3 stór brauðform .
bakað í 55 mín neðalega í ofninum á 180 gráðum.
Ég notaði QUINUAMEL(glutein laust) einnig er hægt að nota BOHVEITI (glutein laust) í staðin fyrir heilhveiti.


Minni uppskrift, passar í eitt brauðform.

500 ml heilhveiti (5 dl)
166 ml musli (c.a 1 1/2 dl)
166 ml sólblómafræ (c.a 1 1/2 dl)
83 ml hörfræ (tæpur 1 dl )
83 ml haframjöl (tæpur 1 dl )
21/2 tsk lyftiduft
333 ml AB mjólk (tæpur 3 1/2 dl)
2 dl vatn
1/2 tsk salt

Arnar, Kristjan og Lisa.



Arnar og Kristjan komu í heimsókn og Nói og Nökkvi voru ánægðir að fá Lísu í heimsókn.

Nói og Nökkvi úti í hrauni


Alltaf gaman að fara í göngu út í hraun.

Matarboð


Fékk Þóru, Guggu og Auði litlu í smá grill á miðvikudag. Rosa gaman að hittast og spjalla. Þóra fór svo í göngu upp á Helgafell en við Gugga sátum og spjölluðum aðeins.