Saturday, July 04, 2009

Gerlaust, sykurlaust og (gluteinlaust) brauð.

Rosa gott brauð sem ég fékk frá Laufey Jóhansdóttir.

12 BOLLA UPPSKRIFT (passar í 3 brauðform).

6 bollar heilhveiti
2 bolllar musli
2 bollar sólblómafræ
1 bolli hörfræ
1 bolli haframjöl
8 tsk lyftiduft
1 l AB mjólk
5-6 dl vatn
2 tsk salt

Þetta er stór uppskrift (hægt að minnka hana), sett í 3 stór brauðform .
bakað í 55 mín neðalega í ofninum á 180 gráðum.
Ég notaði QUINUAMEL(glutein laust) einnig er hægt að nota BOHVEITI (glutein laust) í staðin fyrir heilhveiti.


Minni uppskrift, passar í eitt brauðform.

500 ml heilhveiti (5 dl)
166 ml musli (c.a 1 1/2 dl)
166 ml sólblómafræ (c.a 1 1/2 dl)
83 ml hörfræ (tæpur 1 dl )
83 ml haframjöl (tæpur 1 dl )
21/2 tsk lyftiduft
333 ml AB mjólk (tæpur 3 1/2 dl)
2 dl vatn
1/2 tsk salt

0 Comments:

Post a Comment

<< Home