Sunday, December 30, 2007

Áramotamyndir

Það er búið að myndast stöðuvatn hér í götunni og áinn fyrir aftan hús fer framhjá brúnni.
Varla hundi út sígandi í orðsins fylstu merkingu.



Tuesday, December 25, 2007

Jóladagur


Allt á kafi i snjó.


Skálholt

Fórum í messu í gær í Skálholt, mjög hátíðlegt.



Monday, December 24, 2007

Aðfangadagur 2007



Nú er aðfangadagur upprunnin, það snjóar og snjóar, mjög jólalegt.
Fórum í göngu aðan með hundana og fanst þeim ekki leiðinlegt að hafa snjóinn, veltu sér upp úr honum og nutu þess að vera úti.
Erum núna að undirbúa matinn og gera allt klárt fyrir jólahátiðina. Erum að hugsa um að fara í messu í Skálholti á eftir. Hundarnir eru að hvíla sig og láta fara vel um sig í sófanum.



Sunday, December 23, 2007

jólamyndir 2007

Fórum í dag í ferð á Selfoss að versla og svo fórum svo austur að kikja á bústaðinn eftir allt rokið sem er búið að vera að undaförnu, allt í góðu standi þar.
Erum svo búnir að spila Carcassonne og lesa á milli þess að fá sér eitthvað gott að borða.










Þorláksmessa 2007





Erum í sveitinni í yndislegu veðri. Stillt og snjór yfir öllu.
Búinn að fara í pottinn og fá mér kaffi.
Gott að vera hér í rólegheitunum og slaka á eftir törnina í des.

Saturday, December 15, 2007

JOLASTEMMING




Fór á jólahlaðborð með Völu ferðafélaga mínum, góður matur og drykkur.
Vala skutlaði mér svo á Laugarveginn og ég gekk niður hann í mikilli jólastemmingu.
Hitti á Arnar og hann bauð mér í einn drykk og svo hitti ég Svölu og Irisi og soninn.
Fór svo í Iðu og fékk áritaða bók handa Magga ( má ekki segja hvaða bók ef Maggi skildi slysast til að kikja á bloggið).
Tók svo bíl heim og fór í rómó göngu með hundana.
Skemmtilegur dagur.

Sörur



Tók mig til og bakaði sörur og einnig bakaði ég glúteinlausar súkkulaðibita-kökur, tókst bæði mjög vel.
Strákarnir slöppuðu af á meðan.

Kalkunaboð


Á síðasta sunnudag þá elduðum við kalkún og buðum Hreini, Ingibjörgu, Kjartani og Lofti (Erna er í London).
Alltaf gaman að hittast og ekki spillir að fá góðan mat.

Friday, December 14, 2007

Vetrarmyndir





Um síðustu helgi var mjög fallegt veður og jólalegt.

Sunday, December 02, 2007

LONDON 29/11-2/12 2007



Vorum í London um helgina að hafa það huggó.
Fórum eins og lög gera ráð fyrir á yo-sushi nokkrum sinnum og í Harvey Nichols.(http://www.harveynichols.com)
Fórum á söngleikinn Grease sem er nýbyrjað að sýna þar, alveg þess virði að sjá hann.
Fórum einnig á Mamma Mía og ekki klikkar sú sýning frekar en í öll hin skiptin.
Prufuðum svo að fara lunch á indverskan stað niður í Soho sem heitir Imli (http://www.imli.co.uk/ )og var það mjög skemmtilegt og gott.
Góð helgi að baki.