Sunday, April 29, 2007

HELGIN I SUMO





Fór á föstudag í sveitinna og var alla helgina. Maggi var að klára þessa önn í skólanum og fór í grill á Þingvöllum á laugardagskvöldið. Ég fór í sund á Hvolsvöll á laugardagsmorgun og svo í kaffi til Elísabetar og Grétars í sumarbústaðinn þeirra, þau eru búinnn að gera hann svo flottan að hann er orðin eins og höll.
Fór svo upp í bústað og fór í góða göngu með hundana og sat svo í sólinni og hafði það gott.
Einar og Bergþóra nágrannar okkar í sveitinni komu í heimsókn og kiktu á bústaðinn hjá mér, og opnuðum eina kampavín af því Einar er 61 í dag.
Grillaði svo um kvoldið í svo fallegu verði.
Frábært.

Matarboð 26 april.


Fengum Elísabetu og Grétar,Guggu og Auði litlu og auðvita Völu í mat á fimmtudag.
Rosa gaman. Eldaði kjúklingarétt sem er alveg æði og fljótlegur og það sem kemur mest að óvart er hvað það passar vel að hafa banana niðurskorna með.
Læt uppskriftina fylgja með.




Kjúklingaréttur.


Kjúklingur
Svartur pipar
Karrí
Matreiðslurjómi
Sweet mango chutney

Kjúklingur skorinn í ræmur og steiktur á pönnu.
Þegar búið er að loka honum þá setja pipar og karrí á hann og setja hann svo í eldfast mót.
Setja Sweet mango Chutney og matreiðslurjóma á pönnuna og hita upp, hella því svo yfir kjúklinginn í eldfasta mótinu og baka í 40 mín.
Með þessu er borið fram bananar og hrísgrjón.

Sósa sem er höfð með.

Majones
Sýrður rjómi
Garlic pepper

Þessu blandað saman og smakkað til.

Saturday, April 21, 2007

Sumardagurinn fyrsti 2007




Er í London að halda upp á að sumarið sé komið, enda er búið að vera yfir 20 stig og sól allan tíman.
Gistum núna á Sanderson og fengum herbergi með svölum, þar er hægt að sitja og njóta veðursins.
Fórum á Camdem Town markað í gær og var það alveg æði að sjá allt fólkið og setjast niður og fylgjast með mannlífinu.
Fórum líka á Cabarett söngleikinn og var hann ágætur, vel gerður og flott sýning en mér finnst efnið ekki spennandi, en Maggi sagði að þetta væri besta sýning sem hann hefur séð.
Erum að pakka og förum svo út á flugvöll eftir 2 tima, það verður vonandi gott veður þá, svo ég fari ekki úr sumarskapinu.

Sunday, April 15, 2007

SUMARBUSTAÐUR




Vorum í sumarbústaðnum um helgina. Gerði vorhreingerningu og kláraði Konungsbók eftir Arnald.
Vorum mikið út og setti flaggstöngina upp eftir veturinn og elduðum góðan mat.
Frábært :-)

Monday, April 09, 2007

PASKAR 2007





Fengum lánað hús í Laugarási í Biskupstungum.
Vala kom á miðvikudaginn og var með okkur til föstudags, fórum í göngu og pottinn, einnig í heimsókn í Sólheima í Grímsnesi.
Simbi og Böddi komu á föstudagskvöld og borðuðu með okkur og var það mjög gaman.
Svo var bara slappað af og haft það notalegt það sem eftir var af páskafríinu.

Thursday, April 05, 2007

Sólheimar

Fór í dag með Völu á opnun á sýningu í Sólheimum í Grímsnesi og fengum okkur kaffi og með því, alveg æðislega gott. Keypti kerti og hundateppi. Rosa gaman að koma þarna og kikja í búðina og ganga um svæðið.
Allir svo glaðir og kurteisir og mættum við sem búum við ys og þys í höfuðborginni læra margt af fólkinu þar. Hitti skólasystir mína úr yoga skólanum, Birnu, sem býr þar.

Sunday, April 01, 2007

flottur bill

Palmasunnudagur 01.04.07





Góð helgi á enda og stutt í páskafrí.
Fengum skólafélaga Magga og maka þeirra í mat á föstudag, mjög gaman að hitta nýtt fólk.
Fórum svo í heimsókn til Hreins og Ingibjargar upp í Biskupstungur. Þar var okkur boðið í grískt þema í mat sem var mjög gott og áttum indislegt kvöld þar öll saman. Nói og Nökkvi voru mjög spenntir fyrir Lísu sem var farinn að umbera þá.