Sunday, August 26, 2012

Frábær helgi




Fórum í fimmtugsafmæli til Gunnars Sigurðssonar. Flott og skemmtileg veisla. Sigurður Grétar bróðir Gunnars var veislustjóri og stóð sig frábærlega. Raddbandið kom og söng nokkur vel valin lög. Frábær veisla og skemmtilegt að hitta gamla og góða vini.

Sigurður Grétar.

Raddbandið.

Gerður Harpa með dætrum sínum, Helenu og Sigrúnu.

Gerður Harpa með dætrum sínum, Helenu og Sigrúnu.



Allir eru að fá sér, allir eru að fá sér....................



Við fórum svo austur og þar sló ég garðinn og svo fór ég í berjamó.


Sunday, August 19, 2012

Yoga og gönguferð í Norðurfjörð á ströndum.

Ég og Vala fórum í yoga og gönguferð í Norðurfjörð á ströndum með FÍ.

Á tjaldstæðinu hjá Valgeirsstöðum þar sem FÍ er með mjög flotta aðstöðu.

Ég, Auður Bjarna og Vala í nátturulauginu á Gjögri.

Farastjórinn og yogakennarinn, Auður Elva og Auður Bjarna.

Auður Bjarna.

Höfðum góða aðstöðu til að gera yoga inni í gömlu fjárhúsunum.

Sigrún Nikulás og Auður Bjarna.

Krossaneslaug.

Reykjaneshyrnan í öllu sínu veldi síðasta daginn, það var svo láskýjað alla ferðina að þetta var eina skiptið sem hún sást öll. þegar við gengum upp á hana þá var þoka á toppnum.

Valgeirsstaðir og fjárhúsin fyrir aftan.

Fórum á hverjum degi í Krossaneslaug.

Við gátum tvisvar gert yoga úti annars vorum við alltaf inni í fjárhúsunum. Við gerðum yoga kvölds og morgna, svo fórum við í léttar göngur yfir daginn. Það var sameiginlegur matur sem var uppistaða af yogafæði, ekkert kjöt og fiskur, heimabakað brauð og matur gerður að alúð og natni :-)

Sunday, August 12, 2012

Skemmtilegur dagur í sveitinni.

Maggi fór í berjamó fyrir neðan húsið okkar.
Ég, Maggi og Vala fórum á tónleika í Sólheima í Grímsnesi með Ragga Bjarna og Þorgeiri.

Eftir tónleikana fórum við a skómarkaðinn í Laugarási.

Ég og Vala spennt fyrir að heyra í Ragga Bjarna.

Ég byrjaði daginn á að planta nokkrum trjám í roki og rigningu en hlýtt var úti. Maggi fór í berjamó á meðan og týndi bláber og hrútaber.


Við fórum í göngu á hótel Laugarás og fengum okkur drykk, skemmtileg stelpa, Rakel María sem var að vinna þar og sýndi okkur allt húsið sem er eins og völundarhús. Það er komnir nýjir eigendur sem ætla að gera það upp.

Ég glaður að fá einn kaldan.

Friday, August 10, 2012

Torremolinos 31.júli - 7. ágúst.

Fórum í viku ferð til Torremolinos á Spáni. Skemmtilegur staður og gott veður. Gistum á Hotel Amaragua með hálfu fæði. Fórum út á hverjum morgni í morguntrimm og svo í morgunverðahlaðboð á hótelinu. Svo slökuðum við á og fórum svo eitthvað í kring í lunch og svo var haldið áfram að slaka á þangað til að kvöldverðahlaðborðið byrjaði og svo farið að koma sér í ró. Notalegt frí og gott að vera saman.

Maggi á Mangó veitingastað sem við fórum á tvisvar í hádegi og fengum okkur Paellu.

Fórum á El Cato Beach og fengum okkur að borða þar, c.a tuttugumínutna ganga þangað og fórum svo aðeins í sjóinn þar.

Vorum mest í garðinum á daginn þar sem var fín aðstaða.



Útsýnið úr herberginu okkar.

Árla morguns í morgungöngunni okkar :-)
Kynntumst þeim Karlottu, Stinna og Veigari og Dísu. Fórum út að boðrað með Karlottu og Stinna eitt hádegið niður í bæ sem er í fimm mínútna göngufæri frá hótelinu.

Gunnar í Sólbaði.

Helgarheimsókn

Fengum loksins Guggu og Auði og Völu í helgarheimsókn, Pétur og Henna og hundurinn þeirra hún Lilla komu og borðuðu með okkur á föstudagskvöldinu. Svo á Laugardag komu Auður Páls og Ingólfur, Bjargey Þóra og Hrafnhildur færandi hendi með allskyns gummelaði. Gott að eiga góða að.