Sunday, July 29, 2012

Elsku krúttið okkar hann Nökkvi dó á föstudaginn.

Elsku krúttið okkar hann Nökkvi dó á föstudaginn í furðulegu slysi. Hann var í eltingaleik við annan hund og fipaðist eitthvað og datt og hálsbrotnaði. Hann dó samstundist og kvaldist ekki neitt. Hann var 8 ára. Virkilega sorglegt og einkennilega tómt að hafa hann ekki. Minningin um kátan og góðan hund lifir.
Nói bróðir hans sem var einu ári eldri dó í febrúar eftir erfið veikindi.
Nú tekur við nýtt tímabil í lífi okkar Gunnars án þeirra.
Þeir hvíla saman undir fallegu tré hér niðri við bakka Hvítár í landi okkar.
Blessuð sé minning þeirra.



Sunday, July 22, 2012

Góð heimsókn

Fengum Halldór, Laulua og Alexiu í heimsókn. Þau komu og borðuðu með okkur og gistu svo um nóttina. Alexía var mjög ánægð með stóra sjónvarpið en fannat gott að standa alveg við það.

Alexía og Nökkvi náðu vel saman en Nökkvi var samt soldið til baka ekki vanaur svona hressri stelpu.

Dóri, Laulau og Maggi.

Saturday, July 21, 2012

Grænmetið sprettur vel.

Kálið og jarðaberin
  tóku sig vel út í góða veðrinu í morgun.



Svo fallegt veður en spáin er ekki goð fyrir kvöldið, vonandi fer lægðin fram hjá :-)


Sunday, July 15, 2012

Vörðufell og Úlfsvatn


Fórum í létta morgungöngu upp á Vörðufell og gengum í kringum Úlfsvatn.


Séð yfir að Hestfjalli og Ingólfsfjalli.

Blóðbergsbreiður.

Við að nálgast Úlfsvatn.


Nökkvi var alsæll að drekka úr Úlfsvatni og vildi helst fara úti það.




Nestispása þegar við vorum komnir hringinn í kringum vatnið.

Tveir góðir.

Útsýni yfir Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul.

Þegar við komum heim fórum við aðeins í garðinn að setja niður fleiri tré og tyrfa.

Settum niður Strandavíðir til að búa til skjól fyrir annan gróður.



Sunday, July 08, 2012

Frábær dagur í sveitinni.

Byrjuðum daginn á að ganga á Vörðufell í mildu og góðu veðri. Maggi kom með hressingu handa okkur öllum og kunni Nökkvi vel við að fá vatnssopa á toppinum.

Maggi og Vala.




Fórum svo eftir pottaferð og hádegismat í Reykholt á sveitamarkað og í Birkihlið að kaupa Sírenu. Fórum svo í Sólheima í Grímsnesi og fengum okkur kaffi og köku og nutum þess að vera á þessum fallega stað.

Hreinn og Ingibjörg komu svo til okkar seinnipartinn og við skáluðum fyrir nýja pallinum. Fengum þennan fallega kælipoka í gjöf frá Hreini og Ingibjörgu.

Hreinn, Vala, Gunnar og Ingibjörg

Maggi, Ingibjörg, Vala og Hreinn. Vorum með kjúklingavængi í piri piri og svo önd og meðlæti.

Svo kom þyrlan örugglega með ljósmyndara! að ná mynd af okkur á nýja pallinum :-)

Saturday, July 07, 2012

Toblerone- Hátindur ánægjunnar

Ég bakaði Toblerone köku sem ég fann í Vikunni 26. tbl 28. júni. Mjög góð og heppnaðist vel.

Pöbbarölt

Fórum í göngu og komum við í Heiðmörk að kaupa grænmeti og svo í slakka.

 Vala kom í heimsókn og ætlar að vera með okkur um helgina og við fórum í göngu um Laugarás þegar hún kom og enduðum í Slakka og fengum okkur hressingu.

Friday, July 06, 2012

Snorri

Snorri fór í Jökulsárlón og kom við hjá okkur á leið heim á nýju bjöllunni.

Thursday, July 05, 2012

Mynd tekin í nótt kl 1.00 eftir miðnætti.

Tunglskin og speglun í Stóru Laxá og Hvítá.

Brunch hjá Pétri og Hennu í bústaðnum.

Pétur og Henna buðu okkur í brunch  í morgun, fengum nýbakað brauð og súkkulaðiköku með rjóma. Mjög gaman og gott. Sátum svo úti í góða veðrinu og spjölluðum saman.

Nökkvi og Lilla voru mjög ánægð með hvort annað og léku sér allan tímann. Nökkvi var hress og kátur þó svo að hann hafi verðið svæfður í gær og tannhreinsaður og fjórar tennur teknar.

Nýji pallurinn

Erum búnir að mála pallinn og setja gróður í beðið á pallinum

Potturinn er alveg æði.

Sunday, July 01, 2012

Heimabakað Blini með lax og kavíar

Maggi gerði heilhveiti blini með laxi og kaviar og svo smá Kampavín með, ummmmm svo gott.

Búnir að tyrfa flötina

Fengum túnþökur frá Spóastöðum og erum búnir að tyrfa í kringum húsið. Og eigum þá bara eftir að fá perlumöl í innkeyrsluna.