Sunday, October 30, 2011

Helgin 28.-30 okt

Fórum austur á föstudegi og vorum fram á sunnudag í heimssókn hjá Ingibjörgu og Hreini.
Fórum um sveitirnar í kring á laugardegi og skoðuðum meðal annars fossin Faxa og skoðuðum líka heitu laugina í Hruna rétt hjá Flúðum. Svo borðuðm við veislumat bæði kvöldin og fórum út í húsið okkar skoðuðum nýja parketið og flísalögnina, nú fer að styttast í að við flytjum inn.








Friday, October 28, 2011

Matarboð hjá Hönnu Stínu og Guðmundi.

Hanna Stína og Guðmundur buðu okkur í mat á laugardaginn með Dísu og Arnþóri.
Fengum hreindýr sem Arnþór skaut í forrétt og svo grillaðan kalkún í aðalrétt, og girnilegan eftirrétt ala Hanna Stína.
Skemmtilegt kvöld með dansi og alles.
Mynd af Hönnu Stínu og Guðmundi var tekin hjá okkur í sumar.

Saturday, October 22, 2011

Nýja húsið

Nú fer að stýttast í að nýja húsið fari að verða tilbúið. Það er búið að flísaleggja bæði baðherbergin og að mestu klæða loftin.
Og svo verður byrjað að flísaleggja og parketleggja golfin áður en innréttingar koma :-)




London - Salon







Fór á Salon Innternational í London og Maggi kom með. Það voru margir héðan sem voru í London þessa helgi og hitti ég Kompaníis gengið aðeins á föstudeginum og svo hitti ég stelpurnar á Tough og Crinis á sýningu hjá Mahogni sem var mjög góð.

Monday, October 10, 2011

Frábær helgi að baki. Byrjaði á því að fara í leikhús á Listaverkið í Þjóðleikhúsinu með Völu og borðuðum á undan á Grillmarkanum. Föstudagskvöldið var rólegt og fór í að taka til eftir að það var búið að paketleggja baðherbergið sem er vel heppnað. Svo að laugardag þá fórum við Vala í bíltúr austur að skoða nýja húsið okkar og þar hittum við Ingibjörgu og Hrein og spjölluðum saman í fyrsta boðinu í húsinu :-) . Við Vala fórum svo út og fengum okkur sushi og fórum svo í einn drykk hjá Kormáki og Skyldi og smokkuðum bjór sem er bara bruggaður fyrir þá og var mjög góður,
Svo er alltaf gaman að fara í göngu með strákana í Hljómskálagarðin.
Maggi var í Ríga í Lettlandi í árshátiðarferð með vinnunni.







Sunday, October 02, 2011

Afmæli hjá Pétri bróðir.

Ég fór með mömmu austur á Laugarvatn í afmælisveislu til Péturs bróðurs þar sem var boðið upp á pönnukökur með rjóma og svo var grillað um kvöldmatarleitið. Ég og Mamma fórum fyrst og skoða nýja húsið okkar sem er að taka á sig mynd og vonandi getum við flutt inn fljótlega.
Skemmtilegur dagur með fjölskyldunni.




Mtarboð hjá Ingu og Gunna.

Inga og Gunni buðu okkur og Erlu, Þórði og Steinu í mat.
Góður maracoskur kjúklingaréttur og eftirréttur sem var alveg æði með heitri heimalagaðri karmellusósu.
Skemmtilegt kvöld með fjörugu fólki.





Sitges sept 2011

Fórum í frí til Sitges og vorum þar i viku i góðu veðri og nutum þess i botn.
Hittum Inga Þór og vorum heilmikið með honum. Gistum a Calipolis sem var mjög gott og þægilegt.
Vorum svo tvær nætur i lokin London og fengum mjög gott veður þar.