Saturday, January 30, 2010

Dimon

Fórum í göngu upp á Dimon í fallegu vetrar-veðri. Fallegt að sjá út í Eyjar og upp í Mörk (Eyjafjalla,Tindfjalla og Mýrdalsjökla). Fórum svo í sund á Hvolsvelli eins og lög gera ráð fyrir. Gott að vera í sveitinni.
p.s Ingibjörg við erum ekki alltaf að borða eins og það lítur út á blogginu:-)






Sunday, January 24, 2010

Brúðkaup hjá Auði og Ingólfi

Fór í brúðkaup hjá Auði og Ingólfi sem var haldið í Laugarneskirkju og svo í veislu strax á eftir í sal sem heitir Skarfurinn sem er í sundahöfn. Mjög gaman og falleg athöfn, Guðmundur bróðir Auðar stóð sig vel sem veislustjóri og Bjargey Þóra söng fallegt lag í kirkjunni og Páll Ágúst spilaði undir.




Thursday, January 21, 2010

Gott að tileinka sér

Leitumst við að læra eitthvað nýtt á hverjum degi

Sunday, January 17, 2010

Matarboð

Hanna Stína og Guðmundur buðu okkur í mat á föstudag, gaman að koma til þeirra og spjalla. Fengum þorsk að hætti Guðmundar og Maggi bakaði marens-snikkers-tertu sem við komum með. Petrína kom heim úr afmæli sem hún var í og kom beint í eftirréttinn.


Wednesday, January 13, 2010

Afmæli

Héldum upp á afmæli bræðranna í gærkvöldi með flottri veislu, Ingibjörg kom með geggjaða humarsúpu og við elduðum kjúklingabringur vafðar um ostablöndu, ferskir ávextir í lokinn.

Sunday, January 10, 2010

Nýársboð








Vorum í okkar árlega nýársboði hjá Gillu og Kristjáni, mjög gaman og rosalega góður matur, heilmikil stemming og stuð.

Thursday, January 07, 2010

Bangsi

Svava var að fá sér hund, Bicon. Mjög sætur og mikil dúlla. Enda heitir hann Bangsi.
Ég fór í heimsókn til hennar og kristbjörg kom líka með sinn hund, Prince.
Svo kom líka Anna vinkona Svövu í heimsókn með nýja barnið sitt. Skemmtilegt að hittast og ræða hundamál.





Monday, January 04, 2010

Stuð í snjónum

Saturday, January 02, 2010

Hvað boðar blessuð nýarssól?




Fórum upp í bústað á nýársdag í mjög góðu og fallegu veðri.
Alveg heiðskýrt og stillt veður, yndislegt að vera í sveitinni og njóta þess að vera úti í góðu veðri.





Gamlárskvöld

Fórum í boð til bróður Magga og fjölskyldu, mjög fínt og gaman.
Æðislegur matur og þá sló hreindýrið alveg í gegn, mjög gott.
Mikil stemming og skemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki.