BÆN FRANS FRÁ ASSISSÍ
Drottinn, lát mig vera farveg friðar þins
-að ég megi flytja kærleika þangað sem hatur er
-að ég megi flytja anda fyrirgefningar þangað sem ranglæti er
-að ég megi flytja samhug þangað sem sundrung er
-að ég megi flytja sannleika þangað sem villa er
-að ég megi flytja trú þangað sem efi er
-að ég megi flytja von þangað sem örvænting er
-að ég megi flytja birtu þangað sem myrkt er
-að ég megi flytja gleði þangað sem hryggð er.
-Drottinn, veittu að ég megi fremur leitast við að hugga en að vera huggaður
-að skilja fremur en að vera skilinn
-að elska fremur en að vera elskaður.
-því með því að gleyma sjálfum mér , auðnast mér að finna.
-með því að fyrirgera öðlast ég fyrirgefningu.
-með því að deyja vakna ég til eilifs lífs. Amen.
og annað fallegt vers.
Gæt þessa dags
því hann er
lífið sjálft
og í honum býr
allur veruleikinn
og sannleikur tilverunnar
unaður vaxtar og grósku
dýrð hinna skapandi verka
ljómi máttarins.
því að gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð
en þessi dagur í dag
sé honum vel varið
umbreytir hverjum gærdegi
í verðmæta minningu
og hverjum morgundegi
í vonarbjarma
Gæt þú því vel
þessa dags.
(úr Sanskrít)
-að ég megi flytja kærleika þangað sem hatur er
-að ég megi flytja anda fyrirgefningar þangað sem ranglæti er
-að ég megi flytja samhug þangað sem sundrung er
-að ég megi flytja sannleika þangað sem villa er
-að ég megi flytja trú þangað sem efi er
-að ég megi flytja von þangað sem örvænting er
-að ég megi flytja birtu þangað sem myrkt er
-að ég megi flytja gleði þangað sem hryggð er.
-Drottinn, veittu að ég megi fremur leitast við að hugga en að vera huggaður
-að skilja fremur en að vera skilinn
-að elska fremur en að vera elskaður.
-því með því að gleyma sjálfum mér , auðnast mér að finna.
-með því að fyrirgera öðlast ég fyrirgefningu.
-með því að deyja vakna ég til eilifs lífs. Amen.
og annað fallegt vers.
Gæt þessa dags
því hann er
lífið sjálft
og í honum býr
allur veruleikinn
og sannleikur tilverunnar
unaður vaxtar og grósku
dýrð hinna skapandi verka
ljómi máttarins.
því að gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð
en þessi dagur í dag
sé honum vel varið
umbreytir hverjum gærdegi
í verðmæta minningu
og hverjum morgundegi
í vonarbjarma
Gæt þú því vel
þessa dags.
(úr Sanskrít)