Sigling um Miðjarðarhafið
Fórum í siglingu um Miðjarðarhafið, byrjuðum á því að vera í Róm í þrjár nætur og skoðuðum Róm, gaman að koma þangað aftur og geta sýnt Magga það sem ég skoðaði í fyrra. Skoðuðum Vatikanið, Spönsku tröppurar og Feneyjartorgið ofl, borðuðum á Cul De Sac tvisvar.
Fórum svo um borð í skipið og sigldum til Alexandriu í Egyptalandi og svo þaðan til Rhodos þar sem við eyddum part úr degi á strönd. Svo sigldum við til Mikanos þar sem við fórum í land og skoðuðum okkur um svo silgdum við til Santorini og fórum þar í land og upp á eyjuna með gondolalyftu og skoðuðum okkur um og tókum svo lyftuna aftur niður til að komast út í skipið. Svo lá leiðin til Napoli á Ítalíu og fórum við þar aðeins í land til að sjá miðbæinn og mannlífið þar. Það var heilmikil dagskrá í boði um borð í skipinu m.a Kimberley Locke sem var í þriðja sæti í American Idol þegar Clay Aiken var í öðru sæti, Pam Ann, Patti LuPone og margir fleiri söngvarar og uppistandarar.
Mjög vel heppnuð ferð í alla staði.
Fórum svo um borð í skipið og sigldum til Alexandriu í Egyptalandi og svo þaðan til Rhodos þar sem við eyddum part úr degi á strönd. Svo sigldum við til Mikanos þar sem við fórum í land og skoðuðum okkur um svo silgdum við til Santorini og fórum þar í land og upp á eyjuna með gondolalyftu og skoðuðum okkur um og tókum svo lyftuna aftur niður til að komast út í skipið. Svo lá leiðin til Napoli á Ítalíu og fórum við þar aðeins í land til að sjá miðbæinn og mannlífið þar. Það var heilmikil dagskrá í boði um borð í skipinu m.a Kimberley Locke sem var í þriðja sæti í American Idol þegar Clay Aiken var í öðru sæti, Pam Ann, Patti LuPone og margir fleiri söngvarar og uppistandarar.
Mjög vel heppnuð ferð í alla staði.
3 Comments:
flott skipið
greinilega gaman hja ykkur
Lítur út eins og drauma-ferð :-) Takk fyrir myndirnar. Velkomnir heim!
Takk takk, já þetta var alveg æði þarf að sýna ykkur fleyri myndr við tækifæri. kv. Gunnar
Post a Comment
<< Home