Jólahlaðborð
Fórum á jólahlaðborð á Loftleiðum í gær í hádeginu aðeins að fá smá smakk á jólamatnum, mjög gott og notalegt.
Fórum svo á Laugarveg og kiktum á mannlifið og í nokkrar búðir.
Ég vaknaði svo fyrir allar aldir í morgun og fór í Shadana (yoga) til að fagna vetrarsólstöðum,Í Kundalini jóga er mikil áhersla lögð á Sadhana (ástundun-sjálfsrækt) og best er að gera það snemma á morgnana og vera helst búinn fyrir sólarupprás! Dálítið flókið á Íslandi!
Þannig förum við inn í daginn með orku og einbeitingu, hafandi styrkt samband okkar við okkur sjálf og við Guð (æðra sjálf, æðri mátt-sálina-hvað sem hver og einn vill kalla það).
Í SADHANA ögum við huga og líkama til að hlúa að og þjóna sálinni. Það er dálítið eins og að sigra daginn og sigra okkur sjálf, stilla okkar eigið hljóðfæri.
2 Comments:
Innilega til hamingju með afmælið Gunni :-) Njóttu dagsins! Kær kveðja frá okkur í Seiðakvíslinni!
takk takk
Post a Comment
<< Home