Sunday, December 31, 2006

ARAMOT






Erum í bústaðnum í huggulegheitum að eyða restinni af árinu, erum að spila SKRABBLE.
Fórum í dag í göngu hérna um nágrennið í yndislegu veðri og kiktum inn á Hvolsvöll að kaupa Moggann og fleira.
Gott að vera hér því hundarnir eru svo hræddir við hávaðann úr sprengingunum, engin læti hér, bara sveitakyrðin.
Gleðilegt ár frá okkur öllum í sveitinni.

Wednesday, December 27, 2006

FLORIDA





Fórum til Orlando um jólin í sól og sumar, reyndar rigndi einn daginn en við sátum samt úti undir skyggni.
Gistum á HARD ROCK HOTELINU og var það mjög gott, góð aðstaða, herbergi, sundlaugagarður og matsölustaðir.
Allt í göngufæri við UNIVERSAL STUDIO. Fórum í MALL AT MILLENIA þar sem allar búðir eru undir einu þaki.
Virkilega vel heppnuð ferð og allir skemmtu sér vel og mamma var virkilega dugleg að ganga um svæðið og einnig að versla.

Sunday, December 17, 2006

jólastemming í sveitinni






Erum búnir að vera í sveitinni um helgina og alltaf jafn gaman að koma, vorum ekki búnir að koma hingað síðan 8 okt sem er það lengsta sem við höfum verið í burtu frá bústaðnum síðan við keyptum hann. Allt var í stakasta lagi hér þó það hafi komið nokkur ill veður í haust. Frost fór í gær upp í -11 gráður og var hlýtt og notalegt inni. Fórum í sund inn á Hvolsvöll í gær og tókum nokkrar myndir, veðrið var svo æði og allt svo fallegt. Það er að byrja að snóa núna og ætlum við að drifa okkur heim og nýta daginn í undirbúning fyrir jólin og svo fer Maggi út til Orlando á þriðjudag.

Sunday, December 10, 2006

Laugardalurinn



Helgin var fín, gaman í skólanum og ennþá skemmtilagra að fara í hádeigismat í Laugardalinn með Röggu, það var komið jólaskraut í garðskálan og við áttum góðar samræður og borðuðum nestið. Einhvernvegin verður allt augljósara þegar maður nær að rabba um efnið sem við erum að læra í skólanum.

Saturday, December 09, 2006

Eidi og Lisa




Eidi og Lísa komu í heimsókn í gær og var mjög gaman að hitta þau. Gaman hvað þeim fanst gaman að hitta hundana en þau eru einmitt komin með einn í viðbót, áttundi hundurinn.
Við Ragga fórum svo í hádeginu á hlaðborð í World Class, mjög gaman og gott.
Ég hrúaði í mig kjöti og öðru góðgæti og fórum svo í tíma í jóga-skólanum og þar var verið að tala um hversvegna jóga mælir ekki með kjötneislu.

Sunday, December 03, 2006

london






Átti yndislega helgi í London. Veðrið var mjög gott, fólk gat setið út og borðað, ótrúlegt.
Vorum á St. Martins Lane Hotel sem er mitt uppáhald.
Fórum á nýjasta söngleikinn í London sem er Sound of music með Conny Fisher í aðalhlutverki og er hún frábær, sáum hana eftir sýningu að gefa eiginhandaáritanir. Borðuðum mikið af sushi.
Hitti Elizu Guðmundsdóttir á leiðinni út og var hún að fara í helgarferð, alltaf gaman að hitta hana.