Monday, September 24, 2012

Sitges sept 14. - 23.

Fórum í sumarfrí til Sitges og var það æðislegt eins og vanalega.   Hittum Elísabetur og Grétar þar  og vorum töluvert með þeim og héldum meðal annars upp á afmælið hennar Elísbetar með glans. Svo var Ingi Þór þarna líka og vorum við heilmikið með honum líka.

Við Maggi buðum Grétari og Betu út að boðra í tilefni afmælisins hennar Betu fyrsta kvöldið þeirra . það var staður sem var með frábæran mat og svo tveggja tíma show. Hápunkturinn var þegar óperusöngkona frá Barcelona söng og er það ógleymaleg stund.

Grétar, Ingi Þór og beta.

Við fórum oft saman út að boðra og þarna erum við á sushi stað í einu hádeginu. Þarna eru Maggi og Ingi Þór á Jardin Bamboo.

Afmælisdagur hennar Betu.  Þau buðu öllum hópnum út að borða og þarna erum við á Parrot í fordrykk. Vinkona hennar Betu og vinur hennar komu henni á óvart og birtust bara allt í einu og voru með okkur. 

Maggi og Ingi Þór á Fragata sem er okkar upphálds staður í  Sitges.

Morgnarnir voru fallegir og fórum við út á hverjum morgni áður en við fengum okkur morgunmat.


Enduðurm svo á að vera tvær nætur í london, sem var mjög gaman og fórum við á Mamma Mía  sem verður bara skemmtilegar með árunum.

Sunday, September 09, 2012

Skemmtileg helgi í sveitinni

Ég fór í berjamó og tíndi bláber og krækiber og bjó til hlaup, sultu og saft. Gerði sultu úr bláberjum með agave syrópi, döðlum og portvíni, ummm góð.

Þessir voru spenntir að sjá hvað ég var búinn að tína mikið af berjum.


Eldsnemma á föstudagmorgun.


Fallegur morgunhiminn

Fallegt skýjafar í morgun fyrir austan, lognið á undan storminum.

Grettó

Við erum búinn að tæma Grettisgötuna og nú þarf bara að þrífa áður en við setjum hana á sölu. Ég og Pétur komum með kerrurnar okkar og fórum nokkrar ferðir á sorpu.


Saturday, September 01, 2012

Gaman í sveitinni

Fórum í bíltúr  um sveitirnar í kringum okkur og stoppuðum á Geysi í Haukadal.

Fórum í berjamó og týndum bláber og nokkur krækiber. Maggi með Skálholt í baksýn.

Í hlíðum Vörðufells.

Bláber og krækiber.

Ég að bíða eftir gosi úr Strokki.