Nói f. 27.12.2002- d. 14.02.2012
Nói var orðinn slæmur á auganu sem eftir var og honum hefur bara versnað. Við létum skoða hann fyrir um 2 vikum og fengum lyf en ekkert virkaði.
Við fórum með hann í gær til dýralæknisins í Garðabæ og létum svæfa hann engilinn.
Hann var orðinn alveg blindur og ekkert líf fyrir hann. Hann var orðinn stressaður og ómögulegur - líka á nóttunni og gekk á allt blessaður.
Þetta er viss léttir fyrir okkur alla - en vissulega erfitt og mikil eftirsjá.
Nökkvi er núna stundum að leita að honum en við pössum hann vel og við leikum okkur og förum í marga göngutúra.
Við gengum til Hreins og Ingibjargar síðasta sunnudag og
vorum að ná í gjöf frá þeim, það er bókin um Hvítá eftir Hjálmar R. Bárðarsson.
Við fórum svo í göngutúr með þeim og enduðum hjá okkur í léttum hádegismat.
Alltaf jafn gott að vera í sveitinni. Milt og fallegt veður. Sólin býr til alla liti í himininn þegar
hún kemur upp.
Maggi keypti grjóna og djúpsteikinga potta og við erum búnir að vera að prófa okkur
áfram með gourmet sushi.