Wednesday, November 30, 2011

SÖRU-UPPSKRIFT

Botnar.

3 eggjahvítur
3 1/2 dl flórsykur
200 gr möndlur
Byrjað á því að stífþeyta eggjahvíturnar. Síðan er flórsykrinum og hökkuðum möndlunum blandað létt saman við. Sett í litla toppa á bökunarplötu og bakað í um það bil 8 mín við 180 gráður. Kökurnar eru síðan kældar í ískáp í skamma stund.

Krem

3 eggjarauður( stýfþeyttar)
4 msk. kakó
3 msk. síróp
100 gr íslenskt smjör(lint)
200 gr Síríus suðursúkkulaði ( til skrauts)
Byrjað á því að stífþeyta eggjarauðurnar. Blanda restinni varlega saman við. Kremið set á neðri hluta botnanna og síðan stungið í kæli. Suðursúkkulaði brætt yfir vatnsbaði og krem hliðinni á kældu kökunum dýft ofan í.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home