Sunday, January 30, 2011

Nýársmatarklúbbur jan 2011

Fórum í matarklúbb hjá Gillu og Stjána. Mjög gaman og gott. Fengum tvær tegundir af foi-gras og svo önd í aðalrétt, svo osta og loks franska súkkulaði köku.
Frábært kvöld.




Saturday, January 29, 2011

2011 Shadana laugardagsmorun 29. jan 2011



Vaknaði eldsnemma í morgun og fór í Shadana í Andartak í Skipholti 29a. Mjög notaleg stund með Dev Suroop tónlistarkonu og möntru spesalista. Svo eftir það þá hitti ég Völu við Kópavogslaugina og við hlupum saman með hlaupahópnum hennar 10.5 km. Fórum svo í sund til að mýkja skrokkinn eftir átökin.

matarboð 22. jan 2011

Fengum Hönnu Stínu og Guðmund, Soffíu og Heimi, og Jóhönnu og Arna Tómas í mat. Vorum með kínverskan mat. Maggi útbjó sjö kínverska rétti sem voru hver öðrum betri og svo vorm við með Bóhemköku sem við fengum uppskrift af í Getgjafanum og Ingibjörg bakaði á afmælisdaginn hans Magga. Mjög góður matur og félagskapur.

Leikhúsferð sem var ekki farin

Ætluðum að fara á Ofviðrið í Borgarleikhúsinu en sýningin féll niður, þannig að það endaði með matarboði hjá Völu. Mjög góður kókoskjúklingaréttur og hrákaka í eftirrétt.



Thursday, January 20, 2011

London 14-17 jan 2011

Ég bauð Magga til London í tilefni afmælis hans, fórum á föstudagseftirmiðdegi og komum heim eftir hádegi á mánudegi.
Fastir liðir eins og venjulega, Priscilla, Sushi, Henrys (reyndar fórum við á næsta pöbb við sem heitir Chelsea Potter,við erum svo nýjungagjarnir) aðeins kikt í HM og svo á Gay á Old Compton street,Holland Park, semsagt geðklikk helgi.




Saturday, January 15, 2011

12. jan 2011

Við vorum með afmælisveislu fyrir Hrein og Magga, vorum með parmaskinku vafða um aspas og mozzarella ost í forrétt og svo önd í aðalrétt með brokkolisalati frá Kristínu Skúla.
Ingibjörg bakaði alveg geggjaða köku sem er framaná nýjasta Gestgjafanum.

Sunday, January 09, 2011

Brunch

Vala bauð okkur í brunch í morgun. Gugga, Auður litla, Nanna og Rúdolf komu auk Snorra W og okkar. Snorri og við gengum til hennar. Mjög gaman að hittast svona á sunnudagsmorgni og spjalla og fá góðar veitingar.

Friday, January 07, 2011

Áramót í Brennigerði









Vorum í Brennigerði um áramótin, fórum austur á fimmtudeginum fyrir gamlársdag.
Á gamlársdagsmorgun fórum við í brunch til Ingva Týs og Kristínar í Hveragerði, yndislegt hús sem þau eiga þar og fallegt útsýni. Mjög uppbyggjandi umræða, gaman og gott.
Svo hittum við Völu sem var komin í Hveragerði, hún með okkur austur og var með okkur á gamlársdag og nýársdag. Við fórum í göngur og í pottinn og borðuðum góðan mat. Ég tók mig til og bakaði flatkökur/hrökkbrauð (voru soldið harðar) og svo vorum við með hamborgarahrygg á gamlárs og kalkúnaskip á nýárs, allt alveg hrikalega gott. Vala fór svo heim á sunnudeginum en við vorum fram á mánudag. Skemmtileg áramót og gaman að horfa fram á veginn á nýju góðu ári.