Friday, January 07, 2011

Áramót í Brennigerði









Vorum í Brennigerði um áramótin, fórum austur á fimmtudeginum fyrir gamlársdag.
Á gamlársdagsmorgun fórum við í brunch til Ingva Týs og Kristínar í Hveragerði, yndislegt hús sem þau eiga þar og fallegt útsýni. Mjög uppbyggjandi umræða, gaman og gott.
Svo hittum við Völu sem var komin í Hveragerði, hún með okkur austur og var með okkur á gamlársdag og nýársdag. Við fórum í göngur og í pottinn og borðuðum góðan mat. Ég tók mig til og bakaði flatkökur/hrökkbrauð (voru soldið harðar) og svo vorum við með hamborgarahrygg á gamlárs og kalkúnaskip á nýárs, allt alveg hrikalega gott. Vala fór svo heim á sunnudeginum en við vorum fram á mánudag. Skemmtileg áramót og gaman að horfa fram á veginn á nýju góðu ári.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home