Friday, December 31, 2010

Matarboð milli jóla og nýárs


Við fórum í tvö matarboð milli jóla og nýárs. Fyrst buðum við okkur í mat til Guggu vinkonu og við komum með matinn, Auður, Ingólfur, Palli, Bjargey, Hrafnhildur, Vala og svo heimasæturnar Gugga og Auður. Ég eldaði kjúkling í salsa sem var alveg ljómandi góður og Maggi bjó til ananas fromage í eftirrétt.
Svo buðu Anna og Halldór okkur í mat til sín, það var alveg æði eins og við mátti búast.
Reyktur lax, laxtartar, og kjúklingur í rauðvíni og svo ostar og súkkulaðimús.
Yndislegt kvöld, Nói og Nökkvi voru soldið spenntir fyrir Mosa kettinum þeirra en Mosi passaði að þeir yrðu ekki of heimakærir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home