Sunday, November 14, 2010

Matarklúbbur og leikhús

Fórum á föstudag í matarklúbb og leikhús. Við hittumst heima hjá Snorra og Kristínu kl 17.00 og fengum fordrykk og sushi og snittur og fórum svo á Fólkið í kjallaranum kl 19.00 sem var mjög gaman. Eftir leikhús fórum við aftur heim til Snorra og Kristínar og þá var borinn fram aðalréttur og eftirréttur. Fengum við lambalæri sem var búið að elda allan daginn á vægum hita og með því, svo var dýrindis eftirréttur, súkkulaðimús rosa góð. Mjög skemmtilegt kvöld og gaman að slá þessu svona saman.
Ótrúlega góður matur.





0 Comments:

Post a Comment

<< Home